þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Dóttir mín í barbie með kk. vini sínum
Hann: Ég er hættur með þér....ég ætla að giftast þessarri (önnur barbie gæra stendur við hliðina á honum)
Hún: Af hverju?
Hann: Mér finnst þú bara leiðinleg
Hún: En þú? Gerir ekkert annað en að ríða og hanga í tölvunni!! (tek það fram að það var barbie hestur með í þessum leik)
Svo tekurðu aldrei til eða eldar!
Hann: Jú, ég smurði mér nú samloku sjálfur í morgun.
Hún: Jæja, en þú færð allavega ekki börnin!
Hann: Af hverju ekki. Ég er faðir þeirra.
Hún: Já en ég gekk með þau í 9 mánuði.....
....ok þegar hingað var komið hringdi síminn (sem betur fer eiginlega, ég gat ekki meir)

Engin ummæli: