föstudagur, febrúar 14, 2003

Vorum að koma frá GERMANÍU, var sú ferð aðallega farin til að kaupa KÓK fyrir mig og NAMMI fyrir kallinn. Ýmislegt sáum við þarna í Germaníu þ.á.m. mann á mótorhjóli með kramdan eggjabakka á bögglaberanum!!? En það sem vakti mesta athygli mína var að umferðarljósin, þ.e. gönguljósin, höfðu 2 RAUÐA KALLA!! Hvurn andskotan hefur maður að gera við 2 rauða kalla? Hvað þýða 2 rauðir kallar? Gjörsamlega ósættanlegt að fara yfir núna, viltu gjöra svo vel að vera kyrr!? En hvað þýðir þá EINN RAUÐUR KALL? You're on your own, myndi ekki fara yfir, en þú mátt það alveg - gætir samt drepist??! Hvaða rugl er þetta.....svo sá ég annað...það blikkaði alltaf APPELSÍNUGULT ljós á SKÁ yfir gatnamótin......hvað ætli það þýði? Kannski, þú mátt krossa HELMINGINN af gatnamótunum, á ská? Veit ekki hvað Þjóðverjarnir eru að spá en ég er allavega ekki að skilja þetta....annars gerðum við þokkalega góð kaup þarna..hér kemur listinnyfir vín og gos og verðin....þið á Íslandi megið gráta;)
6 ölkassar af 33cl dósum 2900iskr
Sierra Tequila 1L 1718 iskr
Boris Jelzin 863iskr
Pisang Ambon 767 iskr.
blue Curaco 561iskr
Yellow label 778iskr
sunrise rauðvín X2 820iskr
eitthvað spænskt rauðvínsdraslx6 972iskr
Coca-Cola kassi dósirx2 1512iskr
Coca-Cola kassi Flöskur33cl x2 2416iskr
Alls 13334 kr.....það er nú ekki mikið......kallinn var að reikna út að það er c.a. 1/3 af því sem maður borgar fyrir heima......gaman að vera í Dene;)
blessblessrassakex

Engin ummæli: