miðvikudagur, apríl 02, 2003

Guð minn góður.....barnið mitt er farin að tala dönsku heima!!!! Kræst hvað hún er góð, við Róbert skiljum varla hvað hún er að segja, þvílíkur hreimur, slangur og brandarar.....ýkt fyndið. Hún og Víkingur eru meira að segja farin að tala dönsku saman og leika danska leiki úti í garði, mín dreif sig út með þeim og ætlaði sko að kenna þeim að verpa eggjum og holly hú......en þar sem ég er komin ansi nálægt grafarbakkanum mundi ég ekki hálft hvernig þessir ansans leikir voru....svo þau leika áfram " alle mine kyllinger" eða hvað sem þetta nú heitir. Djöfull er maður asnalegur og tungumálaheftur þegar maður er orðinn "fullorðinn"....gjörsamlega engan veginn að ná þessu tungumáli...það er kannski rétt það sem hún Hulda mín sagði við mig áðan (á dönsku!) að henni fyndist það nú heimskulegt að verða fullorðin, það væri bara best að vera alltaf stelpa:)......bara ef það væri nú hægt...

Engin ummæli: