mánudagur, apríl 07, 2003

ji minn eini....verð að segja ykkur smá skitza sögu. Það kom sem sagt "fyrrverandi" skitzi á námskeiðið hjá mér um helgina og sagði okkur nokkrar sögur af sjálfum sér, hann gerði bara grín að sjálfum sér (þetta er náttúrulega hræðilegur sjúkdómur og maður á ekkert að gera grín EN). Hann upplifði það nefnilega að í hvert skipti sem hann fór í bíó var "talað" beint til hans af hvíta tjaldinu, og þetta gerðist oft. En sérstaklega mundi hann eftir einu skipti þar sem honum var sagt að eftir 1 ár ætti hann að fara út í skóg í suður Svíþjóð til þess að berjast við 10 kungfú kínverja sem ætluðu að drepa hann. Aumingja maðurinn varð náttúrulega frá sér viti af hræðslu og fór að æfa karate, ju jitsu og allan þennan pakka.....sveittur æfði hann og æfði sig á hverjum degi allt þetta ár. Það kom svo að deginum mikla og okkar maður fór til Sverige í búningnum og öllu, til í að lumbra á öllum þessum andskotans kínverjum sem ætluðu að drepa hann.....en þeir komu náttúrulega ekki....hann skildi ekkert í þessu og fór þá aftur í bíó til að athuga hvort hann hafði misskilið eitthvað, en þá fékk hann bara ný skilaboð...hann átti að ræna Möggu drollu...haha...fór að sniglast eitthvað við hallarhliðið með reipi og eitthvað....bara ekkert grunsamlegur....og var að lokum handtekinn....gaman að þessu (svona eftirá)

Engin ummæli: