fimmtudagur, maí 22, 2003

.....hér í sveitinni er ég komin með nokkra nýja nágranna......svona skrilljón maura og einn gluggagægi......nei við skulum bara kalla hann sínu rétta nafni....PERRA. Myrti stóran fjölda nýju nágrannanna minna núna rétt áðan með ryksugunni, en þó ekki perrann. hvað er samt málið með svona perra, hvurn andskotann fá þeir út úr því að kíkja á fólk inn um glugga....meiriháttar æsandi eða interessant að sjá fjölskyldu hátta sig og bursta tennur!? en það besta þykir mér samt að perrinn var handtekinn í fyrradag, og áður reyndar, en sleppt samdægurs?! hvað á það að þýða? hann kemur alltaf aftur....er löggan að bíða eftir að hann geri eitthvað meira en að kíkja?

Engin ummæli: