sunnudagur, maí 25, 2003

þessa dagana er ég að reyna að kenna dóttur minni það að maður geti ekki alltaf keypt allt strax og mann langar, þ.e.a.s. að SAFNA!.....(ekki það að ég kunni það sjálf) EN mér finnst þetta svo ERFITT!! Að segja litla krílinu mínu að hún eigi ekki nóg fyrir þessum pandabirni sem sat í hillunni í dótabúðinni braut í mér hjartað, langar auðvitað bara að gefa henni dýrið....litla skinnið varð svo leið á svipinn að ég fór næstum því að grenja....reyndi að skýra að hana vantaði 80dkr í viðbót við þær sem hún á, en maður fattar ekkert magn á þessum aldri.....erfitt að skýra c.a. hve lengi hún verður að safna öðru eins...æi...get ekki einu sinni skrifað um þetta,hvað er að mér!?

Engin ummæli: