þriðjudagur, júní 03, 2003

jæja, þá er ég búin að kenna dóttur minni að STELA!! Vorum í búðinni að kaupa ávexti og grænmeti.....búnar að fá okkur jarðarber og bláber, en Hulda vildi líka kirsuber (sem mér finnst grós)....ég sagði henni að þau væru ekkert góð, en hún gafst ekki upp. Ég sagði henni þá að smakka eitt.....ha sagði hún, "steldu þér einu beri og smakkaðu stelpa!".....vonsviknin í andliti barnsins var engu lík, og ég var ekki að gera mér grein fyrir því sem ég sagði....hélt áfram (einn af mínum löstum...veit ekki hvenær ég á stoppa) "ég ætla að stela einu vínberi til að vita hvort þau eru góð" sagði ég og gekk af stað að berjahillunni......ÞÁ fyrst las ég svipinn á barninu, en var náttúrulega komin í þvílík vandræði og reyndi að skýra að það mætti alveg á Íslandi!!! ómægod sveil, what have you done!!?

Engin ummæli: