mánudagur, júní 02, 2003
jæja, loksins er maður búin að mausast í gegnum internetið í marga daga til að bóka flug og hótel í barcelona.....er sem sagt að fara þangað 19.júní og verð til 1.júlí. Ég veit að allavega nokkrir bræðra minna og eflaust fleiri verða kannski smá abbó því það eru ágætis líkur á því að maður nái síðasta leik BARCELONA á heimavelli helgina sem við komum!! Væri ekki leiðinlegt að ná honum, er með mann í því að redda þessu (ekki rétt Siggi minn?). Allavega eftir langa helgi í Barcelona förum við aðeins út fyrir borgina á ströndina í Vilanova í 8 nætur......jibbííí....get ekki beðið:) ekki það að það sé sérstaklega slæmt veður hér í Dene....it's just not the same
Engin ummæli:
Skrifa ummæli