föstudagur, september 12, 2003

Í dag fórum við mæðgurnar til dagfinns dýralæknis.....í alvöru, dúdinn leit alveg eins og hann út (allavega eins og ég sé hann fyrir mér). við vorum sem sagt hjá nýja heimilislækninum að tékka hvort Huldu mína vantaði einhverjar bólusetningar......maður var með bólusetningakortið frá Íslandi( sem segir til um hvaða bólusetningar barnið hefur fengið) en okkar maður var ekki alveg að fatta alþjóðlegu!! skammstafanirnar yfir bólusetningarnar sem voru í sviga á eftir þeim íslensku....svo hann þurfti að hringja....fór bæðevei ekki afsíðis heldur sat f.framan okkur mæðgurnar....hann átti nú ekki orð yfir því hvað þetta væri heimskulega upp sett hérna hjá aumingja íslendningnum sem fyrir það fyrsta vissi ekki allt um danskar bólusetningar og hvenær þær ættu að fara fram heldur væri með skírteini frá Ísalandi sem hann skildi ekkert í...."örugglega eitthvað hrossadæmi, allavega hesta -skammstöfun" sagði Dagfinnur og hló......"æi get ekki talað nánar um þetta vandamál, sjúklingurinn situr hérna við hliðina á mér....hahahahehe".....hélt maðurinn áfram í símann.....þvílíkur HÁLFVITI!!! Dissar ekki bara sjúklinginn heldur alla hans HESTAÞJÓÐ fyrir framan nefið á honum og segist svo ekki geta gert meira grín því ég sit og hlusta á allt sem hann segir!!! Þvílíkt prófesjonal dúd.....hefði maður ekki þagað.....og það besta/versta er að ég skipti til þessa fávita v.þ.a. sá síðasti sem við höfðum var líka fáviti!!! Ekki skrýtið að það vanti heimilislækna í Dene, eru örugglega með 6 sjúklinga hver vegna skorts á nærgætni og hæfni í mannlegum samskiptum......

Engin ummæli: