mánudagur, september 08, 2003
er í þvílíkum vandræðum....dóttir mín er byrjuð að "bítta" svona eins og maður gerði með límmiðana í gamla daga (strákar körfuboltamyndir).....og það sem menn eru að bíttast um hér í bæ er svk. DIDDL bréfsefni.....þessi svokallaði Dilddl er sem sagt ógeðsleg hvít rotta sem prýðir bréfsefni og annan búnað og bítta litlu gellurnar á þessu í skólanum.....maður kaupir sér Diddl möppu, plastvasa og hefur svo draslið í þeim. en því miður og kannski auðvitað fæðist maður ekki (oftast) með viðskiptavit, en djöfull þykir mér vera búið að hössla dóttur mína all hrottalega......litla greyið er nýbyrjuð á þessu rugli, og móðir hennar að sjálfsögðu búin að predika um það hvernig svona bransi virkar....(enda snilldar sölumaður;) ).......gefur eitt, færð eitt (amk;) ).......en aumingja barninu var síðast á föstudaginn kennt að eðlilegt væri að "BYTTE GRATIS!!!"......en það kallast víst á íslensku að GEFA. Mamma hennar klökknaði og hótaði að mæta í skólann og berja þetta pakk sem spilar svona dirty.....en nei, auðvitað vildi prinsessan mín það ekki, hún er svo blíð þessi elska (ólíkt móður sinni)....sagðist bara ætla að segja þeim að mamma yrði "tossed" (=brjáluð/crazy) ef þær færu fram á þetta aftur.....en engillinn hefur víst ekki mikið lært í buisness um helgina því hún kom aðeins með helminginn af því sem hún átti heim í dag:(......langaði að grenja, ekki af því ég tími ekki að kaupa þetta helvíti, þetta er bara ekkert eðlilega sætt.......litla snúllan mín orðin stór
Engin ummæli:
Skrifa ummæli