mánudagur, september 22, 2003

smá ferðasaga.....komum heim frá belgíu þar sem Indi minn býr núna....lögðum af stað fimmtudags nótt um kl.5 og gekk ferðin vel þar til komið var aðeins lengra en til Hamborgar.....hafði drengurinn keyrt aðeins of hratt fyrir Carinuna (einungis 180km/klst....skil ekkert í þessu!!) svo að bíllinn DÓ!! Það byrjaði að rjúka úr vélinni og öll ljós kviknuðu í mælaborðinu.....shit....náðum inn á P-svæði og ótrúlegt en satt þá snappaði sveilin ekki og varð pirruð heldur tók málin í sínar hendur....náði að hössla símanúmer frá þýskum vörubílstjórum og fékk þá meira að segja til þess að hringja sjálfir í dráttarbílinn og gefa upp staðsetningu og allt!!! úr þeirra síma!!! heheh....voru sennilega ekki að bíða eftir því að ég færi með þeim út í skóg og borgaði fyrir greiðann.....grós.....nei vá, þeir hafa ekki þorað að hugsa svo langt, því í bílnum sat náttúrulega (bíla)TERMINATORINN.... og hann er jú engin smásmíði þessi elska....nóg af klámi sveil....allavega aumingja mennirnir voru voða hjálpsamir og þurfti 10 mínútna símtal til að panta bílinn og auðvitað hefði ég átt að borga símtalið en var bara ei með penge á mér......nokkrar vandræðalegar sekúndur stóðu dúdarnir svo við bílinn og biðu eftir greiðslu en sveilin brosti bara og þakkaði fyrir sig.....ég meina hvað átti ég að gera??! við vorum svo dregin til næsta bæjar sem heitir víst Sittisen eða eitthvað og þar var mér upplýst að ég þyrfti að bíða í 3 vikur eftir TOYOTA viftureim(það er örugglega ekki ein Toya í Germaníu!!)....."for fanden i helvete" byrjaði ég svo en hætti snögglega við þegar maðurinn sá að ég hef greinilega ALDREI lært stakt orð í þýsku(nema frá þór í sundlauginni sem sagði mér frá þýsku klámmurunum....."ja fritz weider weider ich komme!!!"....hehe en það var sem sagt ekki viðeigandi í þessu tilfelli) og reyndi að útskýra fyrir mér að "ÚGR" á þýsku væri klukkutími en ekki vika.....fjúkket maður, bara 3ja tíma bið.....whatever, fórum og átum og drukkum í þessum eðalbæ, fengum svakalega góðan ís, keypti rottu bréfsefni fyrir Huldu og eyddum svo restinni af tímanum þarna í að gráta yfir því að búa ekki í Germaníu.....hver einn og einasti maður var á BMW, MERCEDES, AUDI eða í "versta falli" VW......djö.....Robbi sá meira að segja auglýst á bílaleigu að maður getur fengið fínan bens leigðan fyrir 20þús á mánuði!!!!! skulum rétt vona að þar hafi líka verið slæm þýskukunnátta sem olli þeirri niðurstöðu.....drulluðumst svo til Genk og vorum komin kl 7 í stað 2......eðal bær....svaka mikið af nýjum húsum og Indi minn í þessarri líka flottu íbúð með öllu, þ.á.m. 2 HUGE svölum!! Það var sólarstranda fílingur í Genk, amk 28 stiga hiti......Fórum svo á ÞVÍLÍKAN Tyrkneskan veitingastað um kvöldið...ómægod hvað þeir gera góðan mat.....á laugardeginum fórum við svo til Brussel, indi þurfti á æfingu og nennti ekki með....versluðum smá, samt eiginlega ekkert, þó maður hafi farið og kíkt í fínu búðirnar.....ótrúlegt en satt, við sáum bara ekkert sem okkur langaði í!!! sáum leik um kvöldið, Indi reyndar tognaður.....þvílík stemning á vellinum sem tekur 25 þús manns....þar af eru 21 þús með ársmiða svo það er ágætis mæting, flugeldasýning eftir sigurleiki.....þetta er bara 65þús manna bær!!annars héngum við bara með Inda mínum, sem við náðum svo að smita af kvefi og hálsbólgu dauðans sem hefur verið að hrjá okkur....skildum hann eftir þannig greyið....

Engin ummæli: