mánudagur, október 20, 2003

Danir eru KONUNGAR TILBOÐANNA! Í fyrstu vissi ég ekki hvernig ég var að fíla þetta og nennti sko aldrei að kíkja í bæklingana sem hrúgast inn lúguna vikulega, mér fannst þetta eiginlega bara "níska" og rugl að vera að eltast við þessi tilboð....á meðan sá maður Danina sveitta með úrklippur úr bæklingum ýmissa búða, flakkandi á milli í leit að bestu tilboðunum. Ég fór að spá, kannski ég kíki nú á þetta og þetta tilboð...og þá komst ég á það stig að mér fannst ég VERÐA að kaupa öll tilboð sem ég hugsanlega gæti notað....það gekk náttúrulega ekki,matur eyðilagðist og við borðuðum of mikið af nammi. Svo ég fór að reyna að hugsa eins og Daninn gerir....sem sagt PRAKTÍSKT!(já sveilin getur verið praktísk) Og í ágúst hugsaði ég, hey já, þetta væri nú fín jólagjöf fyrir mom og keypti hana þá......þetta er náttúrulega snilld!!! Nú er október ekki búinn og ég er meira en hálfnuð með jólagjafirnar, og meira að segja nokkrar af þeim komnar heim!! Já þið getið kallað mig danska núna.....þetta "tilboða æði" mitt er samt kannski gengið of langt því um daginn dreymdi mig að það væri tilboð á EÐAL tojara í Fötaranum......og viti menn, daginn eftir var ég stödd í Fötex, og var ekki tilboð á klósettpappír það fyrsta sem ég sá!!! Skuggalegt, ég veit.....

Engin ummæli: