í gær þegar ég sótti dóttur mína í skólann blasti við mér skuggaleg sjón....það var flaggað í hálfa. Það fór hrollur um mig við tilhugsunina að einhver hafi misst barnið sitt, ég reyndi að ýta hugsuninni frá mér en var óneitanlega dáldið forvitin. Ég spurði dóttur mína hvort hún vissi eitthvað um þetta mál en hún kvaðst ekki vita neitt. Þá heyrði ég vinkonu hennar segja við pabba sinn....."pabbi hennar Öllu framdi sjálfsmorð í gær, þess vegna er flaggað í hálfa!". Mér fannst þetta nú fullmiklar upplýsingar fyrir 6ára bekk og ákvað að spyrja einn af leiðbeinendunum hvað hafði gerst og hvað krílin höfðu fengið að vita....jú jú, pabbi þessarar stelpu var sem sagt dáinn, og hann hafði drepið sig og þeim fannst það viðeigandi, dönunum, að segja öllum frá því hvernig aumingja maðurinn dó!! Get ekki séð að það komi nokkrum manni við hvernig hann fór!! Ég varð nett reið við þetta lið þarna í skólanum en sagði ekki neitt því dóttir mín hafði víst ekki verið að hlusta eða ekki skilið orðið selvmord þannig að ég þagði(í þetta sinn)
.....en er ég eitthvað rugluð eða er þetta too much! Ég fékk svo meira að segja að vita hjá starfsmanni að manngreyið hafi hengt sig í fangelsi!!! hvað kemur það mér við!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli