djöfuls sýra er að vera á næturvöktum....ólýsanlegt eiginlega ef maður hefur ekki prófað það. Þið hafið öll séð scary myndir um hluti sem gerast á nóttunni á spítölum...eins og t.d. NATTEVAGTEN....og ég get sko sagt ykkur að þetta er alveg svona í raunveruleikanum....og eiginlega ennþá meira spúkí hér í Dene (en heima allavega) því þeir tíma ekki að eyða í ljósastaura (eða rafmagn yfir höfuð) þannig að leiðin á spítalann er eiginlega líka spúkí.
Það versta sem ég hef upplifað hingað til er samt að fara á geðdeild um miðja nótt.....sú staðreynd að umhverfi geðspítalans hér í bæ er illa upplýst, hljótt og óhugnalegt er ekki það versta, heldur veruleikinn sem tekur á móti manni þegar maður kemur inn á deildina.....sá veruleiki sem mætti mér í gær var óþægilega "nálægur" mér....ung kona, aðeins eldri en ég sem var orðin alveg rosalega veik, ekki nóg með það að vera veik var hún nýbúin að missa vinnuna og svo sagði kærastinn henni upp.....mér leið svo illa þar sem ég sat og vakti yfir aumingja konunni, sofandi með mynd af sér og kærastanum á náttborðinu....litla skinnið, svona ung og falleg kona alveg ónýt og svo uppdópuð þegar hún vaknaði....
þið getið kallað mig aumingja og tilfinningaveru sem á aldrei eftir að höndla það að verða læknir, en ég veit ekki....þetta er allavega ekkert eðlilega erfitt svona í fyrstu....að horfa upp á fólk í svona ástandi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli