fimmtudagur, nóvember 06, 2003

já, ætlaði að segja ykkur frá foreldrafundinum....hljómar óspennandi, ég veit...en allavega þá var ég á foreldrafundi á þriðjudaginn...vitandi það að ég væri LAAAAAANG YNGST ákvað ég að mæta á réttum tíma og svona til að sýna hve ábyrg móðir ég er þrátt fyrir ungan aldur....konan við hliðina á mér gapti og glápti á mIG....ég sá hvað hún var að hugsa svo ég sagði bara...."25 ÁRA...." hún var ekki að ná þessu... Það má kannski koma fram áður en sagan heldur áfram að Huldu minni gengur afar vel í skólanum og fílar alla vel NEMA eina stelpu sem heitir Anna Sofie, ekki skrýtið að mínu mati, enda er þetta eintak illa uppalið krakkahelvíti sem er með stæla og hótanir við alla, allan daginn(er í þokkabót komin af mesta white trash liði sem ég hef séð hér í aarhus og mamma hennar ber af sér óbeitarþokka...nýtt orð)....hvað um það.
Fundurinn er byrjaður og ég sit þarna stolt af sjálfri mér fyrir að hafa náð í sæti á besta stað og komið á réttum tíma....hringir ekki síminn minn(eða víbrar)....ég hafði læst fjölskylduna úti!!!Djö....varð að laumast út af fundinum og bíða eftir að kallinn kæmi og sækti lyklana...segi við sessunaut minn að ég komi eftir 3 mín...en hún virðist ekki skilja mína lýtalausu dönsku....þar sem ég stend úti og bíð kemur ekki MAMMA ÖNNU SOFIE...allt of seint!!! "Djöfuls píkan", hugsa ég....."hún tekur pottþétt sætið mitt"....og já....þegar ég kom inn á fundinn aftur hafði helvítis sekkurinn tekið sætið mitt....og ekki nóg með það, horfir með fyrirlitningu á mig....fyrir það að hafa komið of sein!!!! EN NEI.....ÞAÐ VAR EKKI ÉG SEM KOM OF SEINT FOKKING TÍKIN ÞÍN....ÞAÐ VARST ÞÚ BELJA!!!! Ég var svo reið að þið trúið því ekki.....það sá mig greinilega enginn fara út...en allir sáu mig koma inn....og horfðu hneykslaðir á mig.....nú er ég sem sagt óábyrg unglingsmóðir í augum þeirra allra......skítt með það kannski.....en að fávitinn hafi horft svona á mig!!!! Ég horfði til baka og hristi höfuðið, gaf til kynna að ég hefði átt þetta sæti....hún sá mig standa úti....hvað hélt hún....að ég hefði bara meikað 20 mínútur af fundinum???aarrrrrrrrrggggggggg.....þið haldið að ég sé nú alveg búin að tapa mér að vera að pirrast á þessu og blögga um þetta.....en ég varð bara, þetta var svo ÓGEÐSLEGA ÓSANNGJARNT!!!

Engin ummæli: