um daginn kom sending frá Íslandi, á meðan Róbert minn var í Rússlandi, og voru vinir mínir þeir Ingvi og Sigurður sendir niður á höfn til að sækja hana.....þar sem ég á svo stærsta ísskápinn og frystinn hitti ég þá þar og náði í varninginn....þetta er sem sagt íslenskt lambakjöt, hangikjöt, ora grænar baunir, malt og appelsín, konfekt og kók.....ásamt ýmsum kökum frá mömmu og ömmu Róberts....nóg það. Drengirni báru góðgætið inn í bíl fyrir mig og ég hélt af stað heim.....ekki að fatta neitt þangað til burður á pökkunum hófst, upp á 2. hæð vil ég að komi fram.
Já, sauðirnir komu ekki (föttuðu ekki) að hjálpa mér(bakveikri konunni)að bera góðgætið upp......einn kassinn var yfirburða þungur....enda var í honum hvorki meira né minna en 6x 2ja lítra appelsín, 4 kippur af 1/2 L malti, 2ja lítra kók ásamt kassa fullum af kökum!!!!!! Kræst, eins gott að maður er í ræktinni....enda um a.m.k. 30kg kassa að ræða....djöfull er ég ógeðslega sterk...!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli