mánudagur, desember 08, 2003

upplifði dáldið skemmtilega sýrðar aðstæður í strætó í dag.....þar voru tveir gæjar á tali, og talaði annar þeirra frekar hátt.....ég og gamla kellingin sem sat við hliðina á mér gátum ekki annað en hlustað.....við komumst strax að því að þeir voru báðir heimilislausir, allavega annar þeirra, hinn hafði a.m.k. verið heimilislaus, við náðum því ekki alveg. EN það sem þeir voru að tala um var dáldið skondið, þar sem við keyrðum í gegnum bæinn þuldi annar gæinn upp fyrir hinum hvar væri nú best að sofa hér í bæ....taldi upp óteljandi marga garða og bekki sem væru helvíti góðir og var ekkert að fela það að hann ætti hvergi(eða hefði átt) heima.....hinum gæjanum aftur á móti, stóð ekki alveg á sama um að við hin vissum allt um þeirra næturbrölt (ef svo má að orði komast) og reyndi oft að spyrja hinn dúdinn spurninga, afar lágt, en það fór ekki betur en svo að sá sem spurður var heyrði það lítið að hann endurtók spurningu hins hátt og skýrt svo við hin í strætó heyrðum örugglega allt;) Við vissum samt eiginlega ekki hvernig við áttum að vera, ég og sessunautur minn, enda málið afar TRIST ásamt því að vera SPAUGILEGT......en við gátum ekki haldið í okkur þegar háværi gæinn benti hinum á helvíti góðan hól inni í skóginum hjá drollunni sem afar gott væri að leggja sig við, sérstaklega í suðaustan átt..... ;)

Engin ummæli: