manni stendur nú ekki alveg á sama þessa dagana......rakst á þessa frétt í dag á mbl......
Járnbrautarlest rýmd í Danmörku vegna sprengjuhótunar
Dönsk farþegalest á leiðinni frá Árósum til Kaupmannahafnar var rýmd í morgun vegna sprengjuhótunar, að því er talsmaður dönsku járnbrautanna, DSB, greindi frá fyrir stundu.
Lestin var í grennd við lestarstöðina í Fredericia með um tvö hundruð farþega. Þeim var skipað að yfirgefa lestina eftir að farþegi hringdi í lögreglu og sagði að sprengja væri í lestinni. Einn farþegi hefði lagt frá sér tösku og sagt við sig að hann væri búinn að fá meira en nóg af lífinu og ætlaði að sprengja allt í loft upp. Lestinni var nauðhemlað og farþegar þustu út úr henni. Lögregla fann ekkert grunsamlegt við leit í lestinni með aðstoð leitarhunda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli