fimmtudagur, febrúar 17, 2005
lenti í hræðilegri upplifun í gær í strætó...ég sat alveg aftast í strætó á svona klapsæti sem situr frekar lágt....fyrir framan mig stóð hólkfeitur maður í allt of litlum gallabuxum...fínt....þangað til strætó nauðhemlaði og smettið á mér brunaði í áttina á bossanum á kallinum en ég rétt náði að bremsa mig af áður en ég gat snýtt mér í rassvasann hans...fjúkkit hugsaði ég og hélt áfram að tala við helgu guðrúnu í símann, en þá gerðist hið óvænta...eftir nauðhemlunina var kallinn svo valtur að hann kindof datt fram fyrir sig....og þurfti að styðja höndunum í gólfið fyrir framan sig...þá kom í ljós stærsti og loðnasti plummer sem ég hef nokkurn tímann séð og þegar bussinn fór af stað sá ég plummerinn nálgast óðum...er í andlitshæð við mig bæðevei og ég sé fyrir mér að eitthvað í líkingu við atriðið með ben stiller í along came polly þar sem hann lendir í sveittum bringuhárum.....og rétt áður en ég mæti örlögum mínum í kleprahenginu á fatso, stoppar bussinn aftur og kallinn skýst aftur fram...og í þetta sinn næ ég að vera búin að mjaka mér til hliðar áður en hann kemur aftur æðandi í áttina til mín....scary isn't it....maður er alveg living on the edge hérna í sveitinni í aarhus....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli