laugardagur, júní 11, 2005
eins og eðlilegt er í próflestri eyðir maður mestum tíma í að hugsa um eitthvað allt annað...allt annað en sjúkdóma í mínu tilfelli....ég hef verið að kaupa mér nýja diska og svona og er nú að melta nýja White Stripes og Coldplay....ekki búin að mynda mér skoðun enn, EN, ég fór að hugsa um það hvernig það er að vera svona tónlistarmaður....með og án hæfileika....og hef eiginlega komist að því að það er miklu léttara líf að vera hæfileikaríkur tónlistarmaður....þeir eru reyndar því miður ekki í fleirtölu í bransanum í dag verð ég að segja, en ég myndi halda það að það sé miklu léttara að vera t.d. Jack White,Pharell og mr.Rice en t.d pjallan hún J-LO sem þjáist af total lack of talent!...já, aumingja J-LO og fleiri eins og vinkona mín Britney,Kylie,Christina og allar þessar pjöllur.....þetta fólk getur ekki farið í frí...allavega ekki í langan tíma, því að þá gleyma þeim allir!! þeirra tónlist (Og textar)eru svo innihaldslausir að ég efast um að maður myndi taka eftir því ef maður sæi þetta fólk aldrei aftur í blöðum eða sjónvarpi....þessar týpur þurfa endalaust að vera á fundum með stílistum og lagahöfundum,breyta lúkkinu vikulega, leika í auglýsingum og verða óléttar, skilja, halda framhjá...guð ég er bara orðin sveitt af því að skrifa þetta.....meðan menn eins og hr.White og Rice geta chillað sallarólegir í marga mánuði, þess vegna ár, sótt innblástur og samið snilldarslagara og allir bíða spenntir eftir því að þeir ungi út nýjum snilldarplötum.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli