jæja krakkar mínir....nú er maður mættur heim til aarhus loksins og byrjaður í læknisleik á spítalanum, voða gaman. En ég skal sko segja ykkur það að ferðin hingað var allt annað en átakalaus!!!
við mæðgur höfðum sem sagt flogið frá köben til brussel, fengum far hjá daddy cool, til köben og ákváðum að heimsækja inda og jóhönnu aðeins á leiðinni til robba sem var í keppnisferð á þeim tíma. gott og vel, sóttar af inda og tjilluðum með jóhönnu, mömmu hennar og systur í hasselt og brussel, sveilin keyrði til brussel án NAVIGATORS!!!! sem er by the way ein mesta snilldar uppgötvun síðari tíma!! þær mæðgur keyrðu okkur svo nokkrum dögum seinna til aachen í tyskland, þar sem við tókum lest til kölnar...mmmm, köln.....;) og þar beið robbinn okkar eftir okkur. höfðum það voða gott í gummersbach í 8 daga, en svo kom að viðbjóðnum....við mæðgur áttuðum okkur á því að við þyrftum líklega að taka lestina alla leið frá gummersbach til brussel...aðeins 5 TÍMAR!! og 2 skipti!!!....sveilin hélt nú að hún gæti klárað það dæmi léttilega, var meira að segja ekkert stressuð á því að panta miða....það kom líka til greina þar til daginn fyrir brottför að indi okkar gæti sótt okkur í aacen, svo við þyrftum bara í lest í ca 2 og hálfan...en nei, indi á æfingu og kallinn í æfingaferð(helv íþróttanördar).....þeir sem fylgjast með fréttunum vita kannski að %#""$#(" Páfinn var í köln (þið skiljið seinna af hverju ég blóta honum) um daginn, einmitt þessa helgi sem við ætluðum að mjaka okkur til brussel...en ég var ekki viðbúin því sem við tók!! fyrir utan það að byrja ferðalagið í gumm á því að gleyma vibbalega flottum lampa sem ég keypti í dom í köln á PERRONINU!!! í gummersbach, þá máttum við mæðgur þakka fyrir það að hafa komist lifandi heim.....á móti okkkur í köln tók sveittasta mannhaf sem ég hef séð!! svipað sveitt og á metallica tónleikunum í fyrra....við mæðgur þurftum að synda á milli sveittra trúboða frá öllum heimshornum sem komu til að hylla páfa&/(#A%$)"(/......ég þurfti án gríns að hafa barnið í bandi, svo þröngt var þarna, enginn vagn laus, með 2 25kg ferðatöskur....meiriháttar!!! við loksins fundum miðasöluna til brussel, og fengum að vita að lestin sem við ætluðum í e. 10 mínútur væri full!!! ekki það að við hefðum náð henni.....því að ekki bara var borgin full af trúboðum, heldur var þetta síðasti föstudagur fyrir skólastart!! way to go sveil!.....við fengum sem betur fer miða í næstu lest, og ættum að ná fluginu, en samt tæpar á tíma....við ákváðum að fá okkur nammi og tjilla aðein í hálftíma og leggja svo af stað upp á brautarpallinn....það varð að sjálfsögðu ekki léttara en að mjaka sér í miðasöluna, heldur svona 20 x erfiðara!!!.....það var 50-100 manna röð upp á perronið!!! hvað er það!!! helvítis trúboðarnir.....ég var að bransast þarna með stelpuna mína og 2 stórar töskur og ekki einum trúboða datt í hug að bjóða mér aðstoð við að bera töskuna upp tröppurnar!!!það var samt enginn af þeim með farangur!! bara bakpoki með biblíunni á botninum.....djöfuls pakk...einstaklega ókristileg hegðun, sem pirraði mig enn meira (ef það er hægt)....við mæðgur vorum ekki komnar upp á brautarpallinn þegar 4 mínútur voru í lestina......en á síðustu stundu byrjaði lyftan að ganga og við náðum að smygla okkur inn þar...hlaupa inn í lestina, rífast við freka frakka sem héldu að við værum að stela sætunum þeirra vþa ég bað huldu um að setjast í eitt sætið meðan í træði mér milli sætanna með ferðatöskurnar í rétt sæti......sweet jesus....þegar ég loksins fann það og þurfti að setja farangurinn svona 2 metra upp yfir sætin, var mér allri lokið.....ég var svo tæt paa að öskra og grenja mig til dauða.....belgarnir í næsta sæti hljóta að hafa séð hvað var í vændum því loksins bauðst einhver til að hjálpa mér....vúhú! gátum sest niður og náð andanum....ég var on the verge of a nervous breakdown.....gleymdi að taka það fram að ég var með tak í bakinu þennan dag, hafði ekki getað gengið 2 dögum áður......en svo kom spennufallið....við hulda hlógum bara eins og vitleysingar hálfa leiðina til brussel.....alveg búnar á því
þessu var samt ekki lokið, við komumst til brussel centrum og þurftum að skipta um lest þar, sú lest var að sjálfsögðu of sein,en ég var hætt að trúa því að við kæmumst heim þetta kvöld...sú drusla kom á endanum og við náðum að tékka okkur inn, heldivis engin röð ítékkinninu......við drifum okkur í gegnum flugvöllinn, og ég sá að mitt gate var ekki tilbúið...ég settist við barinn og skellti í mig einum g&t og við mæðgurnar náðum að tjilla aðeins, ég fór samt fljótlega að spá, er ekki hálftími í bottför?? ekki sála við gate-ið......við löbbuðum af stað og mættum sem betur fer einhverjum kalli á leið til cph, sem sagði mér að það væri búið að færa gate-ið annað!!!! ekkert verið að láta vita!!! og þar sem við mæðgur löbbuðum að gate-inu heyrðum við "final call for miss hulda bjarklind and svala ...."....hélt ég ætti aldrei eftir að lenda í þessu, hefði ekki einu sinni fattað að það væri verið að kalla okkur upp nema vegna þess að kallinn sagði mér að það væri verið að kalla síðustu farþega í okkar flug....slíkur var flæmski framburðurinn....komumst loksins til köben þar sem kristín og halli hjálpuðu okkur að tjilla fram á sunnudag....NEVER AGAIN!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli