föstudagur, nóvember 11, 2005

eins og þið vitið þá er svelin ekkert sérstaklega hrifin af pólitík...hef þó sterkar skoðanir á ýmsu...en that's about it...
fékk kosningaseðil inn um dyrnar hjá mér í vikunni, það eru sem sagt kosningar hér í bæ, og ég má greinilega kjósa....og hyggst ég gera það, en það er smá vandamál....ég hef ekki hugmynd hvað flokkarnir standa fyrir hérna í bænum....hef ekki verið að fylgjast mikið með,sérstaklega vegna þess að ég hélt ég mætti ekki kjósa....og nú er ég í vandræðum, á að kjósa á þriðjudaginn, finnst synd að nýta mér ekki minn demokratíska rétt...svo ég verð að fara að athuga málið...fékk bækling inn um lúguna í dag(þó ég sé með"engar auglýsingar" skilti á dyrunum....sign??) frá flokki sem kallar sig "Aarhus mod moskéen.....sig nej til stormoské og islamisering!".....djöfuls rasistar hugsaði ég en fór svo að lesa bæklinginn.....og þetta er nú ekki svo galið hjá þeim...í stuttu máli vilja þeir:
1. byggja upp danska menningu, dönsk gildi og rétt kvenna
2. banna uppbygginbu moska því þaðan kemur fordæming af lýðræði og jafnrétti
3.Rétta hagkerfið við og fá innflytjendurna til að vinna (58% af þeim vinnur ekki!!!)
4.ekki láta sparnað bitna á börnum og gamalmennum
5. styrkja skólakerfið...(reyndar banna móðurmálskennslu....það er reyndar vel hægt að kenna ungunum sjálfur heima..sitt móðurmál....ég geri það amk)
6. hugsa vel um gamla fólkið
ofl.... mér finnst þetta ekki hljóma svo galið....ætti ég kannski bara að kjósa þá??

Engin ummæli: