sunnudagur, janúar 22, 2006
ég veit að ég get verið ansi yfirborðskennd....því miður, þykir það leitt, en svona er ég nú bara.....síðasta dæmi þessarar kenndar minnar finnst mér samt dáldið leiðó....það er sem sagt maður í ræktinni minni sem er einn af fáum dönum sem mér finnst vera karlmannlegur og flott vaxinn.....í flestum öðrum dönum blundar hrikaleg fjóla....svo ekki sé minnst á þeirra ókarlmannlegu, mjóu, vöðvalausu lappir sem þeir ignorera totally í ræktinni...anyways....sem sagt þessi gæi(kall hann er svona tæplega fimmtugur) er sem sagt einn af fáu macho dönum sem ég hef séð sl 4 ár hér í danaveldi....þangað til ég sá hann á spítalanum um daginn.....já mætti ég ekki félaganum í græna gallanum uppi á skurðdeild...."nú er hann skurðlæknir eða hjúkki?" hugsaði ég og fór að spá, "hann er kannski jafnvel sexí....."....fylgdist aðeins með honum labba niður ganginn.....og sá mér til hryllings að hann tók klút úr vasanum, fór á hnén og fór að pússa vaskana!!....skyndilega var maðurinn ekki hálft macho...hvað er málið með mig.....
5 ummæli:
Hehehehe, þú ert ekki ein um að vera svona shallow elskan mín. Stend sjálfa mig að þessu of oft.
Þetta heitir að vera kvenkyns. Aldrei myndi kona geta hætt að vera sexí fyrir mér vegna þess hvað hún vinnur við. Fyndið.
svala svala svala !
hvað er meira sexy en karlmaður að pússa vaska ?
hmmm
hs
Hvaða snobb er þetta er Robbi með svona svakalega leggi. Síðast þegar ég fór með honum í sturtu þá fannst mér lappirnar á honum ekkert merkilegar. Svo held ég að þú ættir bara að tala við skúringargaukinn og kynnast honum betur, kannski er þetta ást lífs þíns.
Gunni Gæ
hehehe....já skal tékka betur á honum. það er samt dáldið langt síðan þú fórst með robba í sturtu, ég man eftir spóaleggjunum á honum, en ég sendi hann í ræktina stuttu eftir að við byrjuðum saman og hann reddaði þessu fyrir horn")
Skrifa ummæli