þriðjudagur, janúar 10, 2006
í gær heyrði ég af frétt sem lýsir danska kerfinu í hnotskurn.....hún var um par, þar sem konan er þroskaheft og maðurinn á við einhver álíka andleg vandamál að stríða...þetta fólk má, eða á, skv dönskum reglum ekki að vera að eignast börn, ef það kemur fyrir er barnið tekið frá þeim og sett í fóstur.....þrátt fyrir þetta, borgaði danska ríkið tæknifrjóvgun fyrir þetta par....ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur 6 SINNUM!!!! og auðvitað varð konugreyið loksins ólétt og var sem sagt að unga út þessu barni núna um daginn og mánuði áður en hún átti að eiga fékk hún að vita að hún mætti ekki eiga barnið...það yrði tekið af henni strax eftir fæðinguna!!! HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!
1 ummæli:
herregud segi ég bara....
Skrifa ummæli