sunnudagur, maí 14, 2006

vá hvað sumir eru DAUÐIR Í FRÍMÓ á morgun!!!! hver er sá heppni....já, það er helvítis pikhovedet eigandi íbúðarinnar sem ég er að leigja...maðurinn er að reyna allt til að tage røven på mig...eins og maður segir á góðri dönsku....hann fékk 350þúsund frá mér í tryggingu þegar ég flyt inn og hann reynir hvað sem er til að hirða sem mest af þeim pening...helvískur..

byrjaði á því að segja mér að ég mætti ekki sjálf sjá um að mála íbúðina og pússa gólfin...þrátt fyrir að allir aðrir leigjendur hans megi það....ég náði mínu fram þar, að fá að mála....og eftir mikið þras fáum við líklega sjálf að finna gólfpússara, ég þekki svo marga málara hér í bæ....don't ask, I just do....anyways....

kallinn veit að ég verð flutt út, búin að þrífa og mála þann 24.maí....og þá hefur hann viku til að skoða íbúðina og meta hvort það sé nógu vel gert....og pússa gólfin (tekur 1til2daga)....þetta er maðurinn búinn að vita í 1 og1/2 MÁNUÐ!!! samt sagði hann þegar ég spurði hvort hann gæti ekki pantað mann til að meta íbúðina þarna um 29.maí svo við næðum að klára allt fyrir mánaðamótin....NEI, "heimurinn snýst ekki um þig" svaraði hann mér...."hvað heldurðu að ég geti bara fengið verkamenn þegar þér hentar!!!"

JÁ...þegar þú færð 6 vikur til að redda því hálfvitinn þinn...það er allt reynt, því hann veit að ef þetta fer yfir mánaðamótin þá verð ég að borga hálfan mánuð í leigu í viðbót...hann er að reyna að fá mig til að borga fyrir þann tíma sem það tekur hann að gera upp baðið og hann missir leigu....

svo segir hann að ég eigi að mála íbúðina alla 2 umferðir....þekki 2 málara og 1 smið og einn reyndan íbúðarleigjanda sem öll segja að það þurfi ekki meira en eina umferð....
....ég á svo að pússa gólfið og líka lakka það 2x...segir kallhelvítið...þrátt fyrir það að það hafi augljóslega ekki verið slípað og lakkað áður en við fluttum inn....og þarf sko ekki 2 umferðir samkvæmt sama fólki....
.....til að toppa þetta á ég að olíubera og pússa allar hurðirnar og skápahurðirnar....þrátt fyrir að það hafi greinilega ALDREI, verið gert, og húsvörðurinn hló þegar ég sagði honum að ég ætti að gera það....hefur aldrei verði gert!!!
....og svo rúsínan í pylsuendanum, þá á ég að gjörsamlega kalkhreinsa alveg baðkarið og vaskinn....ÞRÁTT FYRIR AÐ HANN ÆTLI AÐ HENDA ÞESSU ÚT AF BAÐINU!!!.....

ég hef verið ansi róleg yfir þessu, eiginega ótrúlega róleg....þangað til í dag...þegar fólk fer að hringja í mig til að fá að skoða íbúðina og spyrja mig alls konar spurninga um hana og koma og skoða.......THAT DOES IT!!! Hann lét mig ekki einu sinni vita að hann væri búinn að auglýsa hana til leigu og spurði ekki hvort fólk mætti vera í sambandi og fá kannski að koma að skoða.....ég er í prófum...heima að gera ritgerð og má ekki hálft vera að þessu....fyrir utan það að það er nógur tími eftr 24,maí til að skoða íbúðina.....djöfull er ég brjáluð!!!! djöfull fær hann að heyra það á morgun...djöfull HATA ég þennan mann.....vá ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona reið....og meiriháttar að standa í þessu ein og ólétt...jei!

6 ummæli:

hs sagði...

oj oj oj ég skal koma og lemja þennan mannfjanda fyrir þig.
hs

Nafnlaus sagði...

Djöfuls fífl maður, þekkir þú ekki einhvern "rokkara" sem þú getur sigað á hann, hræða hann aðeins....

Svala sagði...

haha...vinkona mín þekkir kannski einhvern rokkara...") djöfull lét ég hann heyra það helvítið á honum!!!

Nafnlaus sagði...

Hmmmm.....ég held að réttur neytenda sé almennt mjög sterkur í Danmörku...geturðu ekki talað við talsmann eða lögmann neytenda eða eitthvað? Ég myndi líka hóta honum gulu pressunni og lögmönnum til öryggis. Djöfull verður maður reiður þegar maður heyrir af mönnum sem koma svona fram við fallegar dömur. Sérstaklega óléttar, fallegar dömur.

Svala sagði...

haha..takk, þessi maður á ekki von á góðu ef hann er að fara að reyna eitthvað óheiðarlegt....ég fer hiklaust í mál við hann!

Nafnlaus sagði...

Sveil þú ert nú alveg týpan til að hakka hann í þig, hefur nú aldrei látið svona hálfvita fara illa með þig. Þetta var nú aldrei svona noje þegar ég var í þessum bransa í Ribe, ég man að margir máluðu sjálfir og svona....