þriðjudagur, september 26, 2006
jæja krakkar mínir...þá eru læknarnir búnir að ákveða að ég verði sett í gang á morgun....jamm, tjæld 2 hangir einhvers staðar lengst uppi í kviðarholi mínu og neitar að koma niður...þýskan mín er nú ekkert spes en mér skildist á lækninum að þá fái maður dripp til að mjaka krakkanum niður og svo verði hugsanlega belgurinn sprengdur og meira dripp eftir það ef hann kemur niður við fyrsta drippið....sem sagt...verð vonandi orðin mom igen fyrir helgi") verð að viðurkenna að ég er hálf móðguð út í kroppinn minn fyrir að hafa ekki drullast til að fara sjálfur af stað....og að ég er ekki mjög spennt fyrir extra hörðum hríðum, en allt til þess að vera ekki ólétt lengur....ciao!
40 ummæli:
Gangi þér vel elsku Svala mín, ég hugsa til þín á morgun. Bestu kveðjur til allra.
Knús Rakel
Baráttukveðjur og gangi ykkur rosalega vel :-)
Guðrún Birna og co
Gangi þér rosalega vel Svala mín, sendi þér strauma á morgun.
Knús
Ásdís
Það er aldeilis þrjóskan í barninu :) Gangi þér vel elsku Svala mín, bið að heilsa Robba og Huldu. Knús frá Köben.
Gangi ykkur vel! Hugur okkar er hjá ykkur.
Gangi þér vel. Búin að skemmta mér konunglega yfir þessu bloggi þínu og sjá hvað meðganga gerir konum :)
Við systur erum búnar að vera að rífresha endalaust til að sjá hvort það sé eitthvað nýtt að frétta...
Kv. Helga Kristín
Gangi þér vel. Búin að skemmta mér konunglega yfir þessu bloggi þínu og sjá hvað meðganga gerir konum :)
Við systur erum búnar að vera að rífresha endalaust til að sjá hvort það sé eitthvað nýtt að frétta...
Kv. Helga Kristín
Gangi þér vel elsku Svala, ég hlakka til að heyra fréttir. Vonandi fæ ég að sjá ykkur áður en langt um líður. Ég þarf að fá símanúmerið þitt, er með eitthvað skrýtið nr. sem virkar ekki.
Ég hugsa til þín á morgun, þúsund kossar
Berglind
Halló elsku Svala! Gangi þér sem allra best -hugsa til þín og sendi þér hlýja strauma.
Kveðja Þóra.
Gangi þér allt í haginn og Guð veri með ykkur á morgun.
Ég vona að allt gangi vel á morgun elsku Svala. Bið að heilsa Robba og Huldu.
thanks guys")
Bíð spennt eftir fréttum, gangi þér brjálæðislega vel :-) Koma svo....
knús
Margrét Lára
Gangi ykkur svakalega vel á morgun, við hugsum til ykkar og sendum góða strauma!!!!!!! Hvíldu þig nú eins vel og þú getur í nótt og þangað til þú ferð upp á spítala. Kær kveðja úr Firðinum, Anna og co.
Síðasta nóttin sem þú færð hálfan svefn ... aðeins hálfan þar sem grindin er að drepa þig ... en alla vega hálfan áður en krílarassgatið vill fá mjólkina sína reglulega... ;)
Gangi ykkur vel. Þegar maður er settur af stað er það fljótt, öruggt og kraftmikið. Your style beibí ...!!!
Knús til ykkar. Hlakka til að sjá myndir af rófunni..!!
Erla.
Gangi ykkur vel. Hlakka til að sjá myndir af litla frændanum!!!
Kv. Erla Kristín
Gangi þér rosalega vel á morgun og við hugsum til þín.
Hlökkum til að fá fréttir af krílinu og ykkur öllum.
Mbk.
Gangi þér vel elsku Svala mín. Mundu bara hvað þú varst dugleg að hvetja mig áfram fyrir ári. Ég sendi þér hvatningar strauma. Mæli með Arvo Paert, ef þú ætlar að hafa einhverja róandi músík.
Ciao bella.
Sæl essskan!
Hef reynslu af svona þýsku "drippi". Fínt stöff bara skal ég segja þér, rennur bara ljúflega og kemur stuðinu í gang. Þarft ekkert að kvíða því neitt. Njóttu núna síðustu bumbustundanna og hafðu það sem allra allra best í deutsche drippen!!
Við hugsum til ykkar og vonum að allt gangi vel.
Kær kveðja frá Minden,
Birna Ósk, Einar Örn og Agnar Daði (dripptjæld)
Elsku Svala, hugsa þvílíkt fallegar hugsanir til þín og tjæld. Þú átt eftir að standa þig eins og hetja í þessu, ert náttúrulega ekki með hörku fimleikakropp fyrir ekki neitt.. tekur þetta á rifbeinunum ;) Hlakka svo til að sjá ykkur fjölskylduna og litla kríli. Kveðja frá Kirkjubrautinni
Good luck til ykkar allra, fagra fjölskylda. Get ekki beðið að sjá nýja tjæld;)
Til lukku tu ert ta væntalega nuna ad fara ad eiga ....
Ekki seinna vænna, :)
Gangi ter vel
Kitty
Til hamingju elsku svala mín.... er bara á refresh hérna á meilinu mínu í von um að fá myndir....hlakka svo til að sjá ykkur.....
lots of love.
Guðrún
Elsku Svala, Robbi og Hulda,
Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, hlökkum til að sjá myndir.
knús og kossar
Margrét, Pétur, Agla og Friðrik jafnaldri
Til hamingju með litlu snúlluna elsku Svala, Robbi og Hulda. Alveg vissi ég það að það kæmi prinsessa:). Hlökkum til að sjá hana....á eftir:)
Knús frá Kotthausen
Til hamingju með litlu músina. Vonandi líður ykkur vel. Fáum við svo ekki að hitta hana um jólin??
Kveðja, Erla Kristín.
Til hamingju með snúlluna. Vonandi líður ykkur vel, það verður gaman að sjá myndir af henni.
Kveðja frá Íslandi
Tinna,Arnar og Embla Eik
Til hamingju med litlu prinsessuna elsku Svala, Robbi og Hulda...
Vonandi gekk allt vel. Hløkkum til ad sjá myndir og hvadthá hitta ykkur...
Finnum fljótt helgi til thess ad kíkja á ykkur.
Nádum nú í skottid á Robba í Flensburg, en søøøøknum ykkar..
Bestu kvedjur
Matthildur og Sturla Århus CITÝ
Til hamingju með litlu prinsessuna. Við hugsum stöðugt til ykkar.
Kveðja, Magga.
Innilegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna. Gangi ykkur allt í haginn og njótið þessara fyrstu daga með nýjasta fjölskyldumeðlimnum.
Knús,
Guðný Helga
Elsku Svala,Robbi og Hulda stóra systir. Innilega til hamingju með litla gullmolann ykkar. Ég hlakka svoooo til að sjá hana og ykkur öll. Hafið það sem allra best.
Þúsund kossar,
Berglind
var að koma heim og í alm nettenginu. sé á kommentum að það hafi komið prinsessa !!!
til hamingju elsku svala robbi og hulda mín.
hlakka til að heyra í ykkur og sjá myndir auðvitað.
kossar og knús
huldasif
og
aggi
Innilega til hamingju með prinsessuna og njótið þið yndislegu fyrstu daganna :o)
Hlökkum til að sjá myndir af skvísunni og vitum um einn lítinn sem á örugglega eftir að vera skotinn í henni :o)
Kv. Svala, Baldur og Breki
Elsku Svala, Robbi og Hulduskott,
til hamingju með litlu prinsessuna!! Vonandi gekk allt vel og við hlökkum mikið til að sjá mynd af snúllunni.
Ja hérna ... stelpurassgat??!!
Hahahahaha ...
Robbi verður sveittur næstu árin að dekra við prinsessurnar sínar ... en ég hef fulla trú á því að hann muni standa sig eins og hetja ;)
Knús frá Aarhus.
Erla, Elli og co.
Elsku Robbi, Svala og Hulda... innilega til hamingju með litlu prinsessuna:)
Kveðjur af klakanum!!!
Bylgja
Elsku Svala og fjölskylda,
Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
kveðjur, Áslaug, Gulli og Hera
Innilega til hamingju með sætu prinsessuna elsku Svala mín, Robbi og Hulda. Þetta verður einhver hörku pía eins og þú Svala mín alveg búin að láta bíða eftir sér, það verður stuð hjá ykkur 3 prinsessur á heimilinu;-)
Hafið það rosa gott lille familie, hlakka til að sjá myndir af henni, Knús og Kossar kossar Sigga Birna
Elsku Svala,Robbi og Hulda.
Til lukku með flottu stelpuna - hún er svo hárprúð og myndarleg. Þú ert greinilega fædd í þetta jobb Svala mín, bara 40 mín að koma henni í heiminn, ja hérna. Sendum ykkur ástarkveðjur og baráttustrauma og vonum að þið komist fljótt heim í hreiðrið ykkar.
Ykkar vinir Anna, Styrmir, Birgir og Arnar
Hæ :) datt hingað inn af blogginu hennar HSifjar...á að vera að gera lokaverkefnið mitt og svona...og þá fer maður að þvælast um á netinu í staðin, skamm skamm :/
Vildi bara kvitta fyrir mig og segja innilega til hamingju með litluna ykkar :)
x Edda Hrönn
meet my special site -
[url=http://trailfire.com/lipitor] lipitor and leg pain [/url]
http://trailfire.com/lipitor
[url=http://trailfire.com/lipitor] lipitor and side effects [/url]
Skrifa ummæli