fimmtudagur, september 14, 2006

mér finnst meiriháttar að búa í deutschland") og ekki skemmir góða veðrið núna....maður er að verða svartur!! verður að vera gordjöss á fæðó(sem og annars staðar") )

tjæld2 neitar samt að mæta strax, bumban enn lítil og ekki hálft sigin...SIF mín samt búin að unga út...loksins...til hamingju Sif mín og co!! mig dreymdi að ég ætti barnið rétt á eftir henni svo maður fer bara að setja sig í gírinn"/

já....var víst byrjuð á einhverju I love germany dæmi hérna að ofan....skýrist kannski af því að ég er enn á stiginu "djóka hvað þetta kostar lítið hérna!!!"...vona að það endist lengi...finnst allt ódýrt....fótsnyrting 25 evrur, 10 gladíólur 3 evrur, jafn ódýrt að kaupa allt á netinu og úti í búð, sent heim næsta dag ókeypis.....er verið að djóka í mér hérna? veit ekki hvernig ég á að vera mér....kannski ágætt að maður sé ekki kominn með þýskt bankakort, þá er fjandinn laus....designer búðir senda nefnilega líka heim hér í germaníu...

svo endurvinna þeir allt hérna þessar elskur....já hér er virðing borin fyrir móður náttúru...við heima mættum aðeins tékka á þessu...ég er með 4 ruslatunnur og flokka samviskusamlega í þær....btw....verðið að lesa bókina hans ANDRA SNÆS, DRAUMALANDIÐ....ætti að vera skyldulesning í 10ára bekk á klakanum....maður tárast bara yfir hálvitahætti Íslensku þjóðarinnar....

já, góð ráð varðandi það að flýta komu barns í heiminn eru vel þegin....öll önnur en að mjaka sig upp úr sæði, takk

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjór á vist ad virka afslappandi.

Hilsen Kristjana

Nafnlaus sagði...

Sammála! Draumalandið er snilld, maður verður bara svo reiður á að lesa hana.

Þetta fer allt að koma, njóttu þess bara að vera til í góða veðrinu og krakkinn kemur á endanum :-)

Knús Margrét Lára

Nafnlaus sagði...

Sammála! Draumalandið er snilld, maður verður bara svo reiður á að lesa hana.

Þetta fer allt að koma, njóttu þess bara að vera til í góða veðrinu og krakkinn kemur á endanum :-)

Knús Margrét Lára

Asdis sagði...

Krílið kemur 22 sept, átta dögum á eftir Sif, ik?
kv.
Ásdís

Ally sagði...

Þú verður að blogga daglega á meðan maður bíður eftir fréttum af barninu.

Nafnlaus sagði...

Ég held að fallhlífastökk sé langáhrifaríkast, en vertu ekkert að maka þig upp úr sæði, það gerir ekkert nema lækna kvef.

skuladottir sagði...

Gaman að sjá að kellan er að finna sig í Germany. Það er alveg rétt hjá þér hvað allt er ódýrt þarna, finn fyrir því núna eftir að við fluttum til Dan..... landið er að setja okkur á hausinn.

Gott ráð til að koma barninu út er að taka sér góðan göngutúr og henda sér síðan fyrir framan imbann og horfa á Stákana eða eitthvað jafn fyndið og svo hlægja með! Koma svo kelling....

Gangið þér vel
Kveðja Dagný
P.s svo er bara að sjá hvort Gunnther hafi rétt fyrir sér.... hann vildi meina að það kæmi drengur!

Óskar sagði...

Ég las 40 bls í draumalandinu og ég gat ekki meira...alltof mikið af pælingum fannst mér og margar þeirra voru alger tímasóun :/ En það voru samt margar góðar pælingar þar inná milli :)

Annars bið ég kærlega að heilsa fá Aarhus...vona að við fáum að hitta þig á næstunni, staðurinn er ekki eins án þín :)

Hilsen

Óskar og gengið í Árósum...

Svala sagði...

thanx....bið að heilsa til aarhus....mæti í vor...


held líka að þetta sé strákur,verð verulega hissa ef þetta er önnur prinsessa...en glöð")