sunnudagur, júlí 22, 2007
ég er nörd..harry potter nörd....ekki alveg þannig að ég sofi fyrir utan bókabúðir en tæt på...pantaði bókina á amazon og hef upplifað þráhyggjukenndan spenning síðustu daga....póstkallinn kom kl 9, en enginn harry...djö...fór í bæinn til að dreifa huganum og það fyrsta sem ég sá niðri í bæ var bunki af hp bókum umkringdan af fólki eins og mý á mykjuskán..og bókin í þokkabót ódýrari en ég hafði pantað hana á......fólk á kaffihúsum niðursökkt í hp bækur...aarrrg...reyndi að dreifa huganum með smá shopping...tókst...og nágranninn mætti með bókina 5 mín eftir að við komum heim....tými samt ekki að lesa hana of hratt...vitandi að þetta er síðasta bókin, þið þekkið mig, meika illa "end of an era" og lýsi ég því hér með yfir að sá sem uppljóstrar einhverju mikilvægu um bókina fyrir mér er dauður í frímó!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli