miðvikudagur, september 12, 2007

er að verða dáldið þreytt á disrespect dananna hér á geðdeildinni í aarhus...hef böggast yfir þessu áður, ég veit, en nú er mér ofboðið eina ferðina enn.

þeir eru ekkert að djóka með það að kalla sjúklingana ljótum nöfnum...erum með 2 sjúklinga á okkar deild, sem eru undir meðalgreind, auk þess að vera með skizofreniu greyin...á morgunfundum hefur starfsfólkið ítrekað talað illa um þetta aumingja fólk og sagt m.a. eftirfarandi...sérstaklega slæm er félagsráðgjafinn sem á að hjálpa fólkinu að fóta sig eftir útskrift:

"hvað er málið með gæjann, djöfull er hann vangefinn! Í alvöru, hve heimskur getur maður verið..hann hefur enga yfirsýn yfir fjármál sín...hann er þokkalega heimskur!!!" allir hinir hlæja, og taka undir, "ja han er fandedme dum, han er"

svona er þetta reglulega, læknirinn segir reyndar ekkert, en grípur ekki inn í og tekur þátt í djókinu....
svo vorum við með fyrirlestur um daginn um hina ýmsu geðsjúkdóma, frá yfirlækni á spítalanum, hann sagði meðal annars " sumir sjúklingar eru ekki bara geðveikir heldur líka vangefnir!!" Hann notar í alvöru þetta orð, ekki einu sinni þroskaheftur eða undir meðal greind...þetta er svo ljótt finnst mér, er viss um að þeir tali ekki svona um sjúklinga sína heima á klakanum...meira að segja danirnir, samstúdentar mínir eru hneykslaðir....ég veit að píkan þarna félagrsáðgjafinn er að reyna að vera fyndin, orða hlutina á "Hnyttinn" hátt, eins og svo oft er gert á dönsku, og já menn kallaður aandsvage og dumme....MEN mér finnst það ekki passa inni á morgenkonferance á spítala þar sem þessir sjúklingar eru sem síðasta úrræði, og greyin afhjúpuð fyrir fullt af fólki sem á að sýna því amk þá virðingu að tala ekki svona illa um greyin....


þeir gerðu þetta líka þegar ég var hjá heimilislæknunum, sérstaklega um þá sem áttu við geðræn vandamál að stríða....er ég kannski of dramatísk, mér finnst þetta bara svo mikið diss...sem betur fer frétta sjúklingarnir þetta aldrei, en ég skal lofa ykkur að þeir finna strauma frá þessari hrokafullu socialtussu þarna...kýli hana næst þegar hún segir eitthvað illt um sjúklingagreyin sem eiga ekkert illt skilið...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ljótt að heyra maður !!!
ég var í Viborg, þar fannst mér vera borin virðing fyrir sjúklingum (sem er nú minimun krafa, enda gæti maður verið sjálfur í þessum sporum sem sjúklingur) minimum krafa á allan hátt, varð ekki vör við svona kjaft þar... sem betur fer.... en ljótt að heyra... sem betur fer er okkar kynslóð mun skilningsríkari... eða vonandi !!! kveðja af vabbinu evan

Ljónshjarta sagði...

Andstyggðar félagsráðgjafi er þetta....furðulegt því maður hefði haldið að einhver sem velur sér þetta starf ætti að búa yfir lágmarks samúð með öðrum og skilningi á ástandi sjúklinga. Réttast væri að henda henni í mánaðarmeðferð hjá Guðmundi í Byrginu....það ætti að lækka í henni rostann.

Hólmfríður Ásta Pálsdóttir sagði...

En ömurlegt að heyra ! Ég hefði haldið að fólki væri kennt það snemma á lífsleiðinni að tala aldrei svona um fólk almennt, hver sem það er ! En það er sko greinilega ekki og verst er það þegar fólk í þessum geira gerir svona hluti - kemur greinilega í ljós hvaða mann það hefur að geyma !

Nafnlaus sagði...

Það er auðvitað alveg magnað hvað fólk reynir að upphefja sjálfan sig með því hrauna yfir "litla" fólkið. Ég hélt að í heilbrigðisstéttinni í dag væri farið að bera aðeins meiri virðingu fyrir geðsjúkdómum en greinilega ekki. Danir ættu kannski að eyða meiri peningum í að fá almennilegt starfsólk heldur en sóa þeim í auglýsingaherferðir um geðsjúkdóma, hvernig getur hinn almenni Dani horft á þessa sjúkdóma fordómalaust ef starfsfólk sem vinnur daglega með sjúklingana ekki borið virðingu fyrir sjúkdómnum.

Nafnlaus sagði...

Herna i viborg er thetta allt ødruvisi eins og Eva segir, borin mikil virding fyrir sjuklingunum alveg sama hvort thad er yfirlæknirinn eda felagsradgjafinn. Leidinlegt ad heyra svona søgur.


Kv, Ørn