miðvikudagur, október 24, 2007

vá hvað ég þoli ekki þennan facebook lort!!1 til hvers!!! óþolandi helvíti...tímaþjófur dauðans....skil ekki tilgangin með þessu drasli...ég á náttl ekkert að eiga svona, er þetta ekki aðallega hugsað fyrir fólk sem er að reyna að kynnast og deita,
sbr mér finnst fólk nota myspace til...oder was? ég er náttl alltaf að halda framhjá, eins og ákveðin drusla í gumm heldur fram, svo ég ætti kannski bara að eiga þessa facebook síðu mína áfram, til að geta hórast meira....hmmm

fyndið samt hvað tímarnir breytast fljótt...þegar ég byrjaði að blogga 2002, þá setti maður inn myndaalbúm, með myndum af happenings...ekki bara myndum af sjálfum sér...finnst þetta mjög spes kynslóð sem er "unga fólkið" í dag...rosalega self absorbed...veit ekki hvort mér finnst það vera in a good or a bad way...bara dáldið strange...eða er unga fólkið kannski bara að gera það sem okkur hin, sem erum aðeins eldri hefur alltaf langað til að gera en ekki þorað?? hver hefur ekki gaman af góðri mynd af sjálfum sér(ef hún er til)....I don't know....er að spá í að búa til myndaalbúm með skrýtnum myndum af mér...bara MÉR....til að vera með")

7 ummæli:

Ally sagði...

Svala Sigurðardóttir!! Mér finnst óþægilegt að sjá þig skrifa um "unga fólkið" eins og það sé eitthvað sem við erum ekki. Ég er ung! UNG SEGI ÉG! Veit reyndar ekki hvað facebook er, en það er ekki merki um hækkandi aldur heldur bissímennsku

Anna K i Koben sagði...

Nei veistu ég held að veruleikafirring sé frekar skýringin heldur en það að þau séu að gera eitthvað sem aðrir eldri þorðu ekki. Þetta er bara algjört rugl þetta facebook, myspace dæmi - tímaþjófur dauðans. Finnst bara synd hvað fólk eyðir miklum tíma fyrir framan tölvuna að gera ekki neitt...

jæja best að halda áfram að vera óþolandi ellismellur með gamaldags íhaldssamar skoðanir....eins og unglingarnir myndu orða það.

Svala sagði...

hehe...sammála ykkur báðum...finnst ég ekki gömul, nenni ekki að eyða æskunni í það að finnast ég gömul...en já þetta er total waist of time....reyndar klukkara eftir að ég skrifaði þetta blogg kom komment á facebook hjá mér frá gæja sem ég hitti fyrir 15 árum á mallorca...dáldið gaman að því....svo þar er kannski tilgangurinn kominn, samt ekki worth the time

hs sagði...

þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég þoldi ekki myspace og hætti með það strax.... fólk að grafa mann upp... fólk sem er löngu horfið úr lífi mínu og mig langar núll að vera í bandi við ;)
kötta niður þú veist ;)

love
hs

hs sagði...

og ps. ég veit nú um bunka af góðum myndum af þér mín kæra ;)

hs

Nafnlaus sagði...

Sammála med tímathjófana....ekki sammála med ad vera ordin gømul....væri nú gaman ad fá ad sjá myndirnar af thér skvísa ;)hehehe

Svala sagði...

er ekkert orðin gömul...bara að miða mig við aupairina mína sem er 17...er ekki alveg jafn ung og hún...samt næstum því...

veit ekki hvort þessar myndir okkar hs eru hæfar almenningi") þá fyrst yrði böggast í manni á myspace og facebook")