aktuelt samtal sem átti sér staðar milli mín og mom í dag
ég:" sá konugrey í dag á kvennadeildinni sem var nýbúin að eiga...þurfti að hafa mig alla við til að halda andlitinu þegar ég skoðaði hana...hún hafði verið klippt amk 12 cm og krílið tekið með töng!! Rosalegur skurður og mar...greyið hún var svo petit"
mom:" já en hræðilegt, en við heppnar að vera ekki svona"
ég(í gríni, mamma tekur allt alvarlega): " með svona víð leggöng meinarðu?"
mom: "nei, ég meina heppnar að fá að geta fætt börn eðlilega án mikilla vandræða....hvað?.. er robbi eitthvað að skrölta þarna hjá þér?"
ég:" Nei, það þarf nú ansi mikið til að hann skrölti...."
mom:" nú, æi...en leiðinlegt"
ég:" ha?hvað meinarðu? þetta var hrós fyrir hann...."
mom: "ha, nei, varstu ekki að gefa til kynna að hann væri með lítinn?"
ég;" nei, ég sagði að það þyrfti MIKIÐ til að hann skrölti....."
mom:"vúps. æi sorrý....fjúkkit!!"
ég:" værirðu geðveikt leið fyrir mína hönd ef hitt væri satt...ef dóttir þín væri nýtrúlofuð manni með lítið typpi?"
mom:"já!!"
hún elskar mig mikið krúttið hún móðir mín")
3 ummæli:
Já....einhverntíman hitti ég þig og Önnu Kristrúnu á Vegó, ég hrósaði þér fyrir hvað bloggið þitt væri skemmtilegt, þá sagðir þú verst hvað það færi mikið í taugarnar á Robba að þú bloggaðir. Hann getur varla kvartað mikið undan þessari færslu.Hahaha.
Bwahahahhaahha..... þetta gekk næstum af mér dauðri:)
hahahahahahah
þið eruð svo eðlilegar !
hs
Skrifa ummæli