SPICE GIRLS
voru ÆÐI!!
byrjuðu með spice up your life og þrátt fyrir róleg lög inni á milli héldu þær góðri stemningu allan tímann.
Ég hafði miklar áhyggjur af POSH, hélt að hún yrði þarna eins og illa gerður hlutur greyið, en hún stóð sig vel, söng alltílæ, og virtist bara sjálfsörugg....
Mel B var náttl LANGFLOTTUST....djóka með kroppinn...er eins og veðhlaupahestur...nýbúin að eiga og allt...en Geri var líka helvíti flott..og eiginlega skemmtilegust, daðraði á fullu við þjóðverjana inn á milli....æi þær voru bara flottar...í miklu betra formi en TAKE THAT pungarnir sem ég sá um daginn, þeir þurftu að taka rólegt lag inn á milli hvers "hress" lags til að ná andanum...jafnaldrar Kryddgellanna....greinilegt hverjir voru í dópi og hverjir ei"/
Cavalli átti búingana á gellurnar, margir mjög töff...hann sýndi snilldartakta í því að bæta nokkrum kg á posh og taka nokkur af bumbunni á emmu...tók bara eftir henni í einu lagi...ógsl flott samt. svo tóku þær allar eitt lag hver...nema posh (á ekkert lag greyið) en hún tók "catwalk" í staðinn...mel c I turn to you, mel b are you gonna go my way (don't ask, var flott hjá henni) emma eitthvað af sínum disk og geri "it's raining men"....svo tóku þær líka nokkur diskólög....mikil stemning...og þjóðverjarnir alveg að fíla þetta
sem sagt...snilldarskemmtun...hlakka til næstu tónleika...dáldið öðruvísi...VAN MORRISON í febrúar...jei!
svo ég er mjög sátt við kryddpíurnar....
2 ummæli:
Ég er ekki viss um að þú viljir lesa kaflann um Van Morrison í bókinni hans Einars Bárðarsonar "Öll trixin í bókinni"......
langar 0 mikið að lesa þá bók, svo engin hætta...
Skrifa ummæli