fimmtudagur, febrúar 28, 2008

dreymdi saumavélar í alla nótt!!...er obsessed!


djöfull held ég samt að það sé gott fyrir sálina að hafa áhyggjur af svona "ligegyldige ting" (er ekki til neitt gott íslenskt orð yfir þetta....?) eins og hvaða saumavél maður á að kaupa...hausinn fær pásu frá áhyggjum af veikindum barna sinna, próflestri o.þ.h...kannski er þetta defence mechanismi hjá sálinni í mér að leyfa mér að velta mér svona ógurlega upp úr þessum blessuðu saumavélakaupum mínum...til að fá pásu frá alvöru áhyggjum....hmmm veit ei....


en varðandi þessa saumavélapjöllu....þá langar mig dáldið í svona fancy digital vél....með tölvu...en af einhverjum ástæðum eru allir þeir sem ég tala við, og eru eldri og reyndari en ég í þessum bransa, eitthvað svo hræddir við svona tölvudæmi....."bilar örugglega frekar/oftar" " gerir örugglega oftar mistök"....veit ekki....sé ekki alveg af hverju tölvutæknin ætti að vera svona slæm....

4 ummæli:

Ljónshjarta sagði...

Ég keypti allavega þvottavél um daginn með tölvu og men...hvílíkur munur. Tímaset hana þannig að hún fer í gang eldsnemma morguns og þegar ég vakna er hún nýbúin og þvotturinn ekki búinn að liggja blautur yfir nóttina...svo er segir hún manni líka upp á mínútu hvað hún verður lengi. Mætti mín vegna alveg bila oftar en gamla hliðræna græjan.

Svala sagði...

jamm ég á líka svona apparat...snilld")

Nafnlaus sagði...

jiminn ég veit ekkert um saumavélar, keyptu bara þá sem lítur flottast út ;)

heyrðu geðveik bumbumyndin af þér, hot mama segi ég bara !
hlakka til að sjá þig
kossar
hs

Nafnlaus sagði...

hæ ég segi tölvuvél það er miklu þægilegra:)

Alma