KARMA eða hvað....
var rænd í gær, úti í búð...hafði keypt mér þessa fínu rykmoppu og gleymdi henni inni í búð...í svona 1 mín...rauk inn í búðina aftur og mætti kellingu með moppuna mína undir kerrunni sinni...spurði hana hvort hún hefði fundið hana...nei, sagðist hafa keypt hana....ég sá samt að þetta var mín moppa, umbúðirnar voru eins rifnar og mínar höfðu verið, og það var bara ein moppa með rifnum umbúðum í hillunum (don't ask af hverju ég valdi hana)....en konupíkan var með 10 ára dóttur sína og maður trúir aldrei að fólk sé svona óforskammað að stela og ljúga, hvað þá fyrir framan barnið sitt....hélt áfram til að leyta á nákvæmlega þeim stað sem ég skildi moppuna eftir á.....nei auðvitað engin moppa....ef ég væri ekki preggó og svona helvíti feit...(jamm er orðin ansi stór miðað við mínar 22 vikur....töff) hefði ég hlaupið á eftir henni og buffað hana með moppunni, fyrir framan krakkann....já...vona að karma komi í hausin á þessari kellingarbelju....og hún hrynji niður stigann við að moppa og fótbrotni.....I know it's evil....en kannski er þetta bara mitt KARMA...verið að refsa mér fyrir að ræna sjoppuna í gamla daga...hver veit....be good people....
1 ummæli:
hey eg var lika raend tegar eg var olett.... reyndar var veskinu minu stolid med ollu i . en jävla... hver raenir olettar konur.
hlakka til ad sja tig i mars.
kossar fra svergie
hs og co
Skrifa ummæli