laugardagur, apríl 05, 2008

ef ég segist ekki þola konur með valkvíða..þá eru nú ansi fáar eftir sýnist mér...sjálf hef ég ekki þjáðst af þessu helvíti, nema kannski nú eftir að ég varð þrítug! já, ég hef aldrei átt í vandræðum með val, enda kannski pínu spontant týpa, án þess þó að hafa gert of mörg spontant mistök...EN nú virðist þetta eitthvað vera að koma yfir mig...missi svefn yfir tvíburavagnakaupum og vali á saumavél....ekki líkt mér at all!!
helvítis barnavagninn er búinn að liggja dáldið á mér....reyndi að hafa kallinn með í ráðum, hann þóttist ekkert vit hafa á þessu (eins og ég hafi eitthvað?!) og kúplaði sig út.....ég ákvað að kaupa ástralskan tvíburavagn og pantaði hann í byrjun febrúar....vegna brjóstaþoku (eða alzheimer) get ég ekki munað af hverju ég valdi þennan vagn í stað hins sænska eðalvagns...emmaljunga...Það voru amk svakalega góð rök minnir mig...m.a. hélt ég að krílin yrðu alltaf að sitja í sömu átt í þeim vagni...sem er ekki rétt....eins og robbinn minn bendir mér svo skemmtilega á þegar hann kemur frá dk, nýbúinn að skoða emmaljungakataloginn, sama dag og hringt er úr búðinni og mér sagt að hinn vagninn sé tilbúinn fyrir mig.... varð ég brjál!! jamm...aumingja robbinn minn...ég var brjál í nokkra daga...hann hélt að hann væri að gera mér geðveikan greiða...að greiða úr þeim misskilningi að víst gætu börnin setið sitt í hvora áttina ....sem hann hélt að væri ástæða þess að ég valdi ekki emmaljunga....anyways....ég varð svo tryllt að ég sagði honum sko að hann skyldi þá velja þennan helvítis vagn sjálfur og afpanta hinn frá hollandi....kom mér þannig frá áframhaldandi valkvíða...hann gerði það, afpantaði vagninn og við keyptum hinn...miklu flottari")

6 ummæli:

Ljónshjarta sagði...

Fúff...ég finn til með Robba, aumingja kallinn bara að reyna að gera gagn. Alltof lítið kemur fram um líðan karla á meðgöngu, haldiði að þetta sé eitthvað auðvelt þarna hormónabunktið ykkar. Ah. Varð að pústa smá. Fyrirgefðu og allt það.

Varðandi valkvíða þá er hann ótrúlega fyndið fyrirbæri, systir mín hefur þjáðst af þessu frá blautu barnsbeini, hún glápir á matseðla á veitingastöðum eins og þetta sé stór ákvörðun sem muni breyta lífi hennar. Maður finnur reglulega til með henni þegar maður sér hana setja upp valkvíðasvipinn sem er einhvernvegin eins og hún sé öll í lás.

Maður finnur líka að móðureðlið segir til sín og óléttar konur hafa þörf fyrir að hafa allt á tæru. Guði sé lof fyrir að við pabbarnir getum þó allavega fengið okkur bjór og tjillað aðeins.

Nafnlaus sagði...

Elskuleg.... ég varð Vaaangefin á meðgöngunni hvað þetta varðar. Valkvíði was my middle name og allt það. Ég eyddi ööllu síðasta sumri í val á barnavagni. Hvað er það! Og mig vantaði nú bara einfaldann. Þetta lagast vinkona. Verst bara hvað pabbarnir lenda ílla íðí ;)
Bongóblíðukveðjur frá Ciudad Real

Ally sagði...

Tvíburavagn?!
Fyrirgefðu en af hverju er ég að missa?

Svala sagði...

hvor er du bare dum!!")
hvernig á ég annars að keyra 2 kríli í einu!!?

Ally sagði...

Ahh, ok!
Það þýðir ekkert að þvargast í mér með þetta, ég læt líða amk vagnaaldur á milli barna og tengi því óhjákvæmilega tvíburavagna við tvíbura;)

Svala sagði...

hehe....ertu kannski ólétt eftir allt saman og komin með touch af brjóstaþoku?")