miðvikudagur, apríl 23, 2008

það er fyndið að fylgjast með viðbrögðum fólks þegar ég mæti með bumbuna í ræktina....fyrstu mánuðina horfðu konurnar abbó á skoru mína og kallarnir girndaraugum á stór brjóst mín, og eftir því sem vikurnar liðu, gláptu þeir eiginlega meir og meir....virtust ekki horfa lengra niður og sjá að þar var að vaxa bumba....NÚNA aftur á móti, horfa konurnar á mig með "djóka með að nenna að mæta ennþá" lookinu og kallarnir með pabbalegu lúkki sem segir "æi krúttið mitt, rosalega ertu dugleg...vildi að konan mín nennti í ræktina, hún er ekki einu sinni ófrísk..."
sé samt að það eru sumir með "óléttukonufetish" eins og svo margir menn....þeir gefa mér allt annað en pabbalúkkið...")

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá dugnaður í minni ennþá að... Lýst vel á þig hehe... jebb njóttu þess í botn að geta mætt í ræktina helst bara í stuttum bol svo að bumban fái að njóta sín :o) færð sko marga plúsa í minn kladda :o)Gengur annars lærdómurinn ekki vel!!!
Kveðja frá Lubbecke mærinni

Svala sagði...

gengur hægt...á erfitt með að sitja vegna grindó..og komin með í bakið líka eins og vanalega í prófunum....tel mig góða ef ég næ þeim...annars fer maður bara í re-ex eftir sumarfríið")

Nafnlaus sagði...

Djöfuls dugnaður í píunni maður, geggjuð. Gangi þér vel í prófunum sæta.
Kveðja
Sigrún Dögg

Nafnlaus sagði...

Svala mín þú átt eftir að massa prófin... er svo pottþétt á því :o)
Gangi þér oboðslega vel...
kv Kristín