fimmtudagur, apríl 10, 2008

það gengur asskoti mikið á í maga mínum...er ekki frá því að sonurinn sé að reyna að sparka sér leið út....þvílíkur hamagangur!! huldan mín var nú alveg aktív, en ekki svona...krakkinn sefur greinilega sjaldan og er með MIKLA orku!!! hvað er ég búin að koma mér út í!!!?

annars sýnist mér vorið loksins vera að koma hér í köln....robbinn minn er amk búinn að setja saman nýju sólstólana og farinn að bransast í garðinum kallelskan") hlakka til að fara að geta maximizað ðe tan!.....ekki það að ég verði mikið úti...er að eipa úr stressi....á eftir að lesa og glósa (og muna) 800 síður á tæplega 4 vikum....man ekki hálft úr hinum 3 bókunum sem ég var að lesa!! missi legvatnið við tilhugsunina....en það má nebbl ekki fara fyrr en í fyrsta lagi 12.júní...heyrirðu það stubbur?

5 ummæli:

Ljónshjarta sagði...

Mæli með minniskerfi á svona mikið efni...ég átti góða bók sem heitir The Memory Book....annars ábyggilega komið eitthvað nýrra í þessum bransa, virkar ótrúlega vel.

Svala sagði...

já...reyni kannski að lesa hana fyrir kandídatsprófin"/ hef varla tíma núna...þó það myndi kannski borga sig....takk

Hrefna sagði...

Mjög góður punktur um að nota minniskerfi. Ein bók eftir Norðmanninn Oddbjörn By og heitir Memo er algjör snilld. Hún er til á dönsku.

Ljónshjarta sagði...

Sérstaklega þegar þetta er svona mikið efni sko.....

Svala sagði...

ok tékka á þessu í fæðingarorlofinu")