babyboy á að fæðast í dag, ég get lofað ykkur að það gerist ei...ef hann fær að ráða held ég að hann myndi koma 4.júlí....anyways....þarf eiginlega að biðja um að láta setja mig af stað, vþa þessar pungalandsliðsæfingar byrja þarna um 7.júlí og þurfum við að vera mætt þá, amk ekki mikið seinna....og ég var að frétta hjá flugfélaginu að ég mætti fljúga með barnið í fyrsta lagi 2ja vikna...stress eða? þarf sem sagt helst að fara í gang á mánudaginn...vonum að prinsinn komi um helgina...djóka með að litla druslan hún jamielynn eða hvað hún nú heitir, sé búin að eiga!! er komin max 7 mánuði á leið...helvítis pakk, láta sækja krílin alltaf fyrir tímann....og svo er sagt "gave birth to".....sorry en mér finnst planlagður keisari ekki falla undir definitionina að "give birth" frekar..."the birth took place"...djöfuls pakk!
jamm, er pirruð, nenni ekki að vera preggó meir!
7 ummæli:
Úff púff - já þegar maður er kominn á settan dag vill maður bara að þetta fari að gerast og það strax! Láttu nú dekra við þig og safnaðu kröftum, við sendum strauma og hvetjum lilla til að fara að mæta á svæðið :-)
knus Anna Margrét
Það er bara attitude og ákveðni í litla manninum....líst mér á hann...líkur múttunni ;) farðu nú vel með þig og passaðu stressið sæta...láttu heyra í þér þegar þú mætir á klakann, ég verð vonandi þar í allt sumar nema maður skelli sér heim í upptökupróf:/
knus
Sigrún Dögg
(PS var að skoða myndir af þér á heimasíðunni hennar Birtu.....grínast með flottar túttur eða!!!!algjörlega in your face boobs)
Já maður nennir sko ekki að bíða ég skal segja þér gott ráð...virkaði alla vega hjá mér og fleirum sem ég þekki. Prófaðu laxerolíuna, 2msk að morgni og svo 2 msk að kvöldi :) kannski að babyboy vilji láta ýta á eftir sér :)
Kveðja af Klakanum
Tinna
Ég sendi hríðarstrauma til þín ;)
O hvað ég kannast allt of vel við að ganga framyfir. Ekkert hægt að segja til að láta þetta verða e-ð betra, maður vill barnið ÚT NÚNA. Hugsa til þín og sendi hríðarstauma. Gangi þér vel!
Kveðja Þóra.
Elsku Sveil, engin heimilisráð virka svo slepptu öllu svoleiðis bulli sem þér er sagt.
Litli kútur kemur um leið og hann er tilbúinn. Þessar landsliðsæfingar geta bara beðið, hann Robbi minn er í toppformi hvort eð er.
Ég verð á Íslandi allan júli svo við hittumst vonandi þar.
Kossar
Hulda Sif
Aggi og NK biðja líka að heilsa
Eitthvað kannast ég við óþolinmæðina haha.. var svona líka þegar ég gekk með Adelu og já mín kom eiginlega fæðingunni af stað 10 dögum fyrir tímann svo sum heimilisráð vil ég meina virkar :o)
Svo er um að gera að njóta bara sólarblíðuna á meðan hún er og engin rignin í kortunum.. Gleyma sér bara í kaffihúsastemmningu og já búðum.. Þær geta sko ansi mikið hresst mann upp þegar maður kemur heim hlaðin pokum híhí.
Sendi þér bestu strauma og vona að prinsinn láti sjá sig helst ekki seinna en í dag. Knús og kossar
Kristín
Skrifa ummæli