fimmtudagur, júní 12, 2008

mætt heim til kölnar....kláraði í gær...þvílíkur léttir...er amk búin að ná 2 prófum af 3..")
kallinn kom til aarhus á mánudaginn til að sækja mig....leyfði mér að fara í síðasta prófið áður en hann manaði sig upp í það að spyrja mig leiðindaspurningu....þar sem landsliðinu gekk svona rosalega vel sl. helgi í makedoniu....langar hann að fá að spila leikinn heima á sunnudaginn...ég var svo sem búin að búast við þessarri spurningu...sérstaklega eftir þennan hörmungarleik...verð að viðurkenna að ég varð helmóðguð, hundfúl og næstum því klökk þegar maðurinn bar upp spurninguna....tók hálfan dag í hálfgert "silent treatment" á hann og var allt annað en ánægð....meika ekki meira stress...lilli hefur ekki gott af meira stressi...meira að hugsa um það en að hann komi meðan pabbi sinn er á Íslandi....EN....ég róaðist...fór að hálfvorkenna kallinum ,veit líka að hinn línumaðurinn er tæpur af meiðslum...svo á endanum gaf ég kallinum "leyfi" mitt til að fara heim og reyna að berjast fyrir hönd ísalandsins góða...GEGN ÞVÍ að ég fái sendan varamann hingað til mín frá Íslandi til að vera viðstaddur fæðinguna í hans stað...held að það sé búið að redda því...og hver haldið þið svo að sá/sú heppna sé?.....

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin með prófin! Þú ert hetja að klára þetta, mátt vera mjööög stolt af þér. Og velkomin heim, hlýtur að vera gott að komast heim í allt sitt. Úffpúff og Robbinn að fara spila, gott að þú færð "staðgengil", hver er sú heppna????
knus
Anna
ps. Bara minna á að dagurinn í dag er góður dagur, Ari Már 2 ára :-)

Unknown sagði...

Guðrún??
kv.MOL

Svala sagði...

jep...rétt hjá þér G er á leiðinni")

Unknown sagði...

Frábært að þú sért komin heim til þín elsku Sveil mín og búin með þessi próf, til hamingju!!!! Robbinn verður sko að setja nokkur mörk í leiknum, pressa á honum. En gott að honum var skipt útaf fyrir Gveð hún á sko eftir að standa sig ef lillinn kemur á þessum dögum. Gangi þér vel mín kæra!
knús Margrét Lára

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís.
Vá til hamingju að vera búin í prófunum. Er ótrúlega dugleg.. þú verður bara að halda í þér þangað til eftir helgi.. eins gott að robbinn standi sig hehe fyrst að hann er að æða heim til að spila :o)
Gangi þér vel og þú verður að koma strax með ítarlegar upplýsingar um stærð og þyngd og já myndir af prinsinum....
Með bestu kveðju Mærin

Anna K i Koben sagði...

Til lukku með prófin, snilli litli.
Gangi þér vel á næstu dögum. Gæti trúað því að kallinn næði nú alveg fæðingunni. En gott að hafa Guðrúnu ef lillinn vill ekki bíða.

bk. Anna Kr

Nafnlaus sagði...

Þú ert hetja.. En Viktor er í sárum að hafa ekki verið fyrir valinu eftir allt sem þið eruð búin að ganga í gegnum:-) Og kallinn meira að segja í bestu æfingunni.. Hver eru rökin??
Stattu þig elskan mín og muna að slappa af..
Knús
Hrabba

Svala sagði...

hehe....hélt að hann væri kominn með nóg af mér")
er að reyna að slappa af...gengur illa....er manísk

Svala sagði...

hehe....hélt að hann væri kominn með nóg af mér")
er að reyna að slappa af...gengur illa....er manísk

Nafnlaus sagði...

Djæsus.... og ég var að væla á 11. sem... var ekki kasólétt, var ekki 2 barna móðir og mætti í tíma..... kræst þú ert brilli maður.... til hamingju og gangi þér vel með rembinginn :) kv eva sonja í horinu