mánudagur, júlí 07, 2008

mætt á klakann, er í drápuhlíð 28 í svaka fínni og sætri íbúð, langar að kaupa eina slíka...það kemur ykkur væntanlega ekki á óvart, en ég er ekki með sim kortið mitt og því símalaus í dag amk...reyni að fá sama nr mitt aftur sem er 6998634...annars er ég þokkalega pirruð...við tókum sem sagt þenna æðislega vagn okkar sem ég átti í svo miklum erfiðleikum að velja, með hingað...pökkuðum honum þvílikt vel inn í fleiri lög af plasti...hann er allur krambúleraður, eitt hjól skakkt og einhver funktion sem ég kann ekki á, er fucked! helvítis flugfarangursflutningamenn...bera enga virðingu fyrir því sem maður er að ferðast með...er brjál, það er ekki eins og þetta hafi verið gratis vagn...."/

4 ummæli:

Ljónshjarta sagði...

Leiðinlegt að heyra með vaginn, ég sýni sérstakan skilning sökum þess að margar andvökunætur hafa farið í að velja vagn hér á heimilinu.

Þau í Vörðunni við Klapparstíg eru með Emmaljunga og þar er gamall maður sem gerir við þá.

Eitt sem mikið algengt er að bili er skermurinn, það þarf stundum að herða hann upp. Ég myndi kíkja til þeirra í Vörðunni.

Unknown sagði...

Hlakka sjúklega til að taka hús á þér;)

Katrín Magnús sagði...

Heyrðu heyrðu.. ég er á rölti hérna um veraldarvefinn og ef slegið er inn leitarorðið Köln á google kemur gamla bloggsíðan þín mjög snemma upp. Skemmtilega tilviljanakennt, er það ekki? hehe

Leiðinlegt með vagninn.. maður heyrir svona sögur. Þvílík leiðindi.

En við sjáumst!
Kveðjur til fjölskyldunnar.

Katrín (verðandi AuPair)

p.s. krúúttleg fyrstu kynni hjá Birtu og unga drengnum

Nafnlaus sagði...

hæjj..hvernig er á klakanum? ég komst ekkert í það að hitta á ykkur um helgina:(
knúsaðu nú krílin þín frá mér,líka stóra krílið! ;)
heyrumst vonandi fljótlega!