miðvikudagur, júlí 30, 2008








Reynir Pétur...Nei Robbi...reddí fyrir ÓL

þetta er ekki grín, Nei...svona eiga strákarnir okkar og allir hinir að klæða sig á ÓL. Í "þjóðernislegum" klæðnaði frá hinu íslenska eðalmerki HENSON....(eða ekki, sumir bolirnir merktir öðru fyrirtæki)...100% polyester, ekki dry fit!!! verður huggulegt að sjá þá með buxurnar klístraðar af svita við kleprahengið á þeim og geirvörturnar sýnilegar gegnum bolina...töff..aumingja mennirnir...og ég er ekki byrjuð að tala um hve hallærislegt og viðbjóðslega ljótt þetta er...check out the shoes!! lokaður skór í 40 stiga hita")
þið sjáið það kannski illa, en derhúfan er með snilldar "funksjón"...það er svona net sitthvoru megin ofan á höfðinu til að lofta út...hefði mátt hafa sama element í skónum fyrir táslurnar kannsi

allt er þetta vandlega valið af miðaldra starfsmönnum ÍSÍ eða eitthvað álíka....MÁ ÉG KAUPA AF ÞÉR SKÓNA (sagði maður í gamla daga)...þeim tókst að velja ljótustu NiKE skó veraldar, og einhverja eitraða skechers skó...ég veit að það er kreppa EN það er ekki eins og við séum 3.heims land...höfum við ekki efni á aðeins betri klæðnaði fyrir þá sem representa þjóð okkar?

6 ummæli:

Ljónshjarta sagði...

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAH ég hélt að ég myndi æla af hlátri þegar ég skoðaði myndirnar, guð minn einn og einasti... hvað eru menn að hugsa að velja svona föt á karlmennina!!!!!
Sigrún Dögg

erla sagði...

hahaha... þeir þurfa þokkalega að pússa kúl-svipinn aðeins ... svona til þess að eiga sjéns greyin ..

anyways. Til hamingju með þetta yndislega fallega karlmannlega nafn! :) Gunni Robb býður upp á mikla möguleika í handboltaheiminum ;) Annars er bannað að kalla minn Gunna ... hann heitir bara GUNNAR! En ætli maður þurfi ekki að kyngja einhverju þegar hann byrjar í skóla..

væri gaman að hitta eitthvað á þig mig kæra og fá að líta á nýjasta fjölskyldumeðliminn ... og Birtu mesta krútt..

Við erum líka stödd í íbúðar-geðveiki. Gengur eitthvað í ykkar kaupmálum?

vertu í bandi.
Erla (698-2805)

Nafnlaus sagði...

ó mæ god !!!! þetta er ekkert sérlega töff átfitt sem þeir fá greyin....
hs

Nafnlaus sagði...

hehehehe... þetta er náttúrulega bara snilld! Kaupa af honum gallann og skóna! Og róum okkur á polyester bolnum...úffff. En það veitir mér ákveðna öryggiskennd að sjá endurskinsmerkið á derhúfunum sem "strákarnir okkar" fá :-)

Bestu báráttukveðjur
Margrét Lára

Ally sagði...

Gott að Róbert er huggulegur þrátt fyrir allt