fimmtudagur, september 04, 2008

andskotinn að vera ekki frakki....fengu 100þús evrur á mann fyrir gullið!! hefðu amk fengið helminginn af þeirri upphæð fyrir silfrið....Þjóðverjarnir vinir mínir spurðu hve mikið strákarnir okkar fengu fyrir silfrið...20dollara á dag!þeir eru enn að jafna sig á histerísku hláturskasti sem þeir fengu þegar ég sagði þeim að þetta væri ei grín...svo eigum við að vera ein af ríkustu þjóðum heims...hmmm..verið að lesa þetta snilldar blögg, færslu nr.2, reyndar ekki sammála því sem er sagt um birki ívar félaga minn, en annars, snilld")

annars er það af sveilinni að frétta að hún er byrjuð á saumanámskeiði...loksins!!guð hvað ég er búin að vera spennt, gat vart sofið í nótt yfir spenningi...mæti svo í morgun kl9 fersk....varð pínu brugðið þegar ég sá að með komu minni á þetta námskeið náði ég að lækka meðalaldurinn niður í 67 ár....þær sátu síðan og kjöftuðu og drukku kaffi fyrsta klukkutímann,eru greinilega þarna meira upp á félagsskapinn...á meðan iðaði aumingja sveilin í skinninu..langaði SVO MIKIÐ að komast í vélarnar, en nei, varð að taka eitt stk verkamannakaffi og skýra af hverju ég kom ekki í fyrsta tímann sem var fyrir viku...eins og kellingum er lagið spurðu þær mig spjörunum úr og klöppuðu og táruðust þegar þær heyrðu að það var vegna silfursins sem ég mætti ekki....mjög krúttlegt") en djóka með SNILLDINA!!! að hafa 8 ömmur sem kunna að sauma og sníða í kringum sig til að hjálpa sér að sauma dýrindis flíkur úr silkinu sem robbi kom með fyrir mig frá kína...get ekki beðið eftir næsta fimmtudegi!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe er að míga í mig af hlátri yfir blogginu sem þú bentir á....gangi þér vel á saumanámskeiðinu. þetta er bara eins og þegar Sigga var að hjálpa þér að prjóna :) knús á liðið þitt.
kv gveð

Nafnlaus sagði...

Hæ Svala

Þetta er Inga Dís sem var með þér í fimleikum í KR í gamla daga. Langar að fá að senda þér tölvupóst því ég held við höfum eignast börn sama dag 22. júní s.l. Langar svo að heyra hvernig gengur hjá þér. Held að ég geti lært heilmikið af þér þar sem ég er með mitt fyrsta en þú þriðja :o)
Gætirðu sent mér netfangið þitt á ihauksdottir@gmail.com

Bestu kveðjur, Inga Dís

Nafnlaus sagði...

eee djóka með hvað gaurinn er fyndinn ! ég hló endalaust og upphátt!
góða skemmtun á þessu saumanámskeiði, svo bíð ég bara spennt eftir öllum tízkukjólunum - þarft samt ekkert að spandera þessu silki í mig...

hulda sif