föstudagur, september 19, 2008


unaðslegur dagur hjá mér í gær...komst í mínar "skinny jeans"....snilld. á reynar líka til ÚBER skinny jeans inni í skáp, en ég held að sama hvað ég verði mjó þá komist grindin á mér aldrei í þær..
annars er maður bara á fullu í hannyrðum og barnauppeldi, bara gaman...mér líður eins og ég sé í mömmó, bara alvöru og ógsl gaman (fannst leiðinlegt í mömmó og barie í gamla daga, hannaði íbúð fyrir dúkkurnar og hætti, fór að lita)...snilld að vera staddur á góðum stað í lífinu og kunna að meta það meðan á því stendur, en ekki eftirá, þegar það er orðið of seint að njóta þess til hins ýtrasta.
þessi gull hér til hliðar og að sjálfsögðu Maðurinn, eru valdar að þessari gleði minni")

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jii..hvað þið eruð sæt!! sakna ykkar!
kv. Vala

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert rík :)

Falleg mynd af ykkur. Það er svo fyndið hvað öll börnin þín eru lík þér - en ólíkt lík þér ... eða þú veist ...

En ég er alveg sammála þér. Æðislegt að vera í hamingjubobblu og átta sig á því - og þar að auki kunna að meta það. Lífið er bjútífúl.

Knús til ykkar - farin að gera föstudagspizzuna.

Erla.

Nafnlaus sagði...

oooo þetta er æðisleg mynd, æðislegt að heyra hvað þú ert hamingjusöm, enda getur þessi hópur þinn varla stuðlað að öðru en hamingju. Eg man svo vel þegar við vorum alltaf í Fabu og bjuggum bara til húsin og hættum svo...hehe fórum svo örugglega út að láta systkini okkar kyssast..hehe

knús á þig og þína.

þín Guðrún

Nafnlaus sagði...

oooo þetta er æðisleg mynd, æðislegt að heyra hvað þú ert hamingjusöm, enda getur þessi hópur þinn varla stuðlað að öðru en hamingju. Eg man svo vel þegar við vorum alltaf í Fabu og bjuggum bara til húsin og hættum svo...hehe fórum svo örugglega út að láta systkini okkar kyssast..hehe

knús á þig og þína.

þín Guðrún

Svala sagði...

já fabu var snilld...söknum þín líka valan okkar"/ vonandi áttu leið hér hjá einhvern daginn, alltaf velkomin í heimsókn")

Nafnlaus sagði...

Æðisleg mynd af ykkur. Þú ert aldeilis rík að eiga þau öll. Og til hamingju með að komast í skinny jeans. Mínar eru ennþá aftast í skápnum :( crap...

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með skinny jeans....vel af sér vikið stelpa ;)
Þetta er fríður flokkur sem þið eigið....þú ert alveg fædd í þetta elskan.
Njóttu hamingjunnar.
kv
Sigrún Dögg.

Unknown sagði...

Vá flott mynd af ykkur. Börnin þín eru öll svo lík mömmu sinni.

Til hamingju með afmæli Birtu í dag.

Magga frænka og fjölsk.

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Ji hvað ég kannast við þetta - búa til íbúðina og raða öllum fínt og hætta svo. Fannst fáránlega kjánalegt að láta dauða hluti tala!

Vildi bara óska þér til hamingju með þennan hóp og þakka fyrir frábæra færslu. Gott að láta minna sig á hvernig maður á að hugsa!