þriðjudagur, september 23, 2008

veit ekki hvort ég á að vera að skrifa þessa færslu þar sem ég veit að lil sys les bloggið mitt og verður niðurbrotin þegar hún les þetta EN STEVIE VAR ÆÐI! fyrir utan það að hafa eina fallegustu rödd heims og með breiðasta raddsvið EVER þá var maðurinn hrein unun að hlýða á...bara að hlusta á hann tala var nóg...hann er með svo fantastíska rödd. Fór sem sagt á tónleika með Kallinum og Stulla mínum (nýji heimalingurinn minn) á tónleika með gamla í kvöld. Stevie byrjaði á minna þekktum lögum, og eftir 4 lög hafði ég aðeins kannast við 1 af þeim...en þar sem ég er reyndur tónleikagestur veit ég að það er hægt að njóta tónleika án þess að kunna öll lögin og alla textana...eins og ég sagði, unaður að hlusta bara á rödd þessa manns, og svo voru hljóðfæraleikararnir, sérstaklega blásararnir, ekki að skemma fyrir. Wonder tók ný lög og gömul til skiptis, oft róleg og hress til skiptis...en svo kom að því, tók svona 6 laga syrpu með helstu slögurunum öllum í röð: signed, sealed delivered, sir duke, superstition....og endaði með isn't she lovely...við stóðum uppi og dilluðum okkur þ.a.l. stóran hluta þessa konserts...sem kemst á topp 5 listann hjá mér..")

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú braust hjartað í mér með þessari færslu

Svala sagði...

æi...komdu á kanye!

Nafnlaus sagði...

say no more ok

djóka með að vera komin í skinny jeans... haha sæll hvað ég þarf að taka mig á í ræktinni ( sem ég er alltaf í .. not )

yndisleg myndin í fyrri færslu og færslan líka.
luv
hs

Nafnlaus sagði...

Hérna er ein sem öfundar þig sko ekkert hehe.. hef bara aldrei verið mikið tónleika fan eða grúbbía :o) Þau gen virðast eitthvað misfarist hjá mér.. en er ekki allt gott að frétta...
ertu farin að æfa aftur á fullu!!
kv Kristín

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Ohhh - geðveikt!