svartsýni heyrist mér einkenna stemninguna í þjóðfélaginu heima, og undrar það mig ei. ég veit að það er létt að segja það, sérstaklega þar sem maður er ekki á staðnum og í ástandinu, en svartsýni hefur aldrei hjálpað neinum...þegar ég var unglingur, og aðeins eldri, lifði ég eftir "gelgjufílosofiunni" það er betra að vera svartsýnn, þá hefur maður amk rétt fyrir sér á endanum.......en NEI, sem betur fer óx ég upp úr þessum rugl hugsunarhætti, en ég sé samt marga hugsa svona...vildi bara minna á að það er margt verra en að tapa peningum, þó við séum að tala um að tapa öllum sínum peningum....einhverjum finnst það kannski óviðeigandi af mér að vera að blanda þessu í umræðuna EN, ég man ég hugsaði þegar Birtan mín var nýfædd á gjörgæslu og við vissum ekki hvort hún myndi lifa eða hvað,að maður fór ósjálfrátt að hugsa um hluti sem maður vildi ekki lenda í ,en samt frekar en því að missa barnið sitt eða eignast barn með erfiðan sjúkdóm....að tapa aleigunni var á þeim lista, eitthvað sem ég myndi gera oft, í staðinn.
....ég vil líta svo á að nú er einmitt tíminn til að reyna að hugsa jákvætt,horfa fram á veginn, sjá góða hlutir fyrir sér gerast í framtíðinni, ekki velta sér upp úr því sem orðið er, gleðast yfir því góða sem einkennir líf manns frekar ..til dæmis er gott að gleðast yfir góðri heilsu, heilbrigðum börnum og góðum maka, svo eitthvað sé nefnt..vildi bara minna fólk á að gleyma ekki jákvæðu punktum lífsins þegar reynir á, það er örugglega erfitt fyrir marga að taka sig til og tína til jákvæa hluti núna, en það hjálpar manni í gegnum erfiðar stundir,ég hef reynt það...knús til Íslands, já mann langar bara að knúsa litla sæta landið sitt...
4 ummæli:
Algjörlega sammála þér! Mér finnst ég oft kjánalega þegar ég segi sjálfum mér og öðrum að vera jákvæð og hugsa um allt það góða í lífinu. Barnaleg en samt glöð og hamingjusamari á eftir.
Takk fyrir þetta :-)
Góður pistill og hjartanlega sammála þér!
Kíki einstaka sinnum hingað inn en er ekki dugleg að kvitta fyrir mig....bæti fyrir það hér með ;)
Kv. frá DK
Ásta Páls
Algörlega sammála þér elsku Svala. Það skiptir öllu að hugsa jákvætt, það fleytir manni ansi langt.
bestu kveðjur anna kei
Alveg hárrétt hjá þér Sveil, maður á alltaf að einbeita sér að því jákvæða og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur.
Nú þurfum við bara að halda áfram með þennan hugsunarhátt og byggja upp það sem er fallið.
Skrifa ummæli