laugardagur, nóvember 22, 2008

ég hef oft dissað vinkonur mínar og kunningja fyrir það að fara ómálaðar í joggara og flíspeysu út í búð...ekki það að mér finnist að maður eigi að fara stríðsmálaður að versla, en með amk maskara og ekki í joggara með rönd á hliðinni....mér varð litið á sjálfa mig þar sem ég speglaðist í glugga Kaufland áðan, þar sem ég skrapp út að versla.....ég var í joggingbuxum með hvítri rönd á hliðinni(fita mig um amk 8 kg), ómáluð, hárið var svo sem ok, nema hvað...ég tók eftir því að ég var með blómaspennuna hennar Birtu í hárinu...ekki þar sem hún á að vera (fyrir aftan eyrað) heldur eiginlega uppi á hvirflinum á mér...á leið niður á hnakka...töff var reyndar í íslenskri lopapeysu yfir sérhönnuðum Ellu Fitzgerald bol (sem kallinn hannaði fyrir mig)...dugði ekki til...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég get ómögulega séð þig fyrir mér....
þig hefur verið að dreyma!

hs

Anna K i Koben sagði...

Guð Svala þá er eins gott að við mætumst ekki oft á förnum vegi.... Er yfirleitt þannig á leikskólanum á morgnanna - þ.e í joggara nývöknuð og gott ef ekki með slettur gærdagsins á hliðinni.

Er ekki bara málið að geta feisað heiminn eins og maður er stundum ómálaður og stundum málaður ;)

akg

Ásta Sóllilja (Sólin) sagði...

Hahahah.... hefur pottþétt bara verið gorgeous!

Nafnlaus sagði...

velkomin í hópinn...
mk Kristjana

Ljónshjarta sagði...

Sjálfur fer ég alltaf ómálaður út í búð, meira að segja stundum í joggara.

Svala sagði...

@akg jú flott að geta feisað heiminn ómálaður, en verð ég ekki að praktísa það sem ég hef verið að "preacha"...þó ég sé ekki eins hörð á því og áður...eða jú, er enn hörð á því...ok ef maður er á leiðina í ræktina er allt ok, annað...nei")

Anna K i Koben sagði...

Já það er kannski bara málið að fara að leggja meiri metnað í smettið á morgnanna.
Var annars á bókhlöðunni góðu um daginn og er eiginlega bara glöð að vera af okkar kynslóð. Guð minn G hvað þessar litlu skvísur sumar mættu skafa af..... gat ekki ímyndað mér að þær bara næðu að einbeita sér við lesturinn með allt þetta á andlitinu.....