fimmtudagur, mars 19, 2009






jæja, ég smellti nokkrum myndum af gömlu vinkonum mínum á saumanámskeiðinu, nú sjáið þið hve aldraðar þær eru þessar elskur, var ekkert að ýkja. Anyways...þær ræða hin ýmsu málefni yfir saumaskapnum, dáldið öðruvísi topic en þrítug kona á að venjast...þvagleki, hvort mennirnir þeirra geti farið út meðal fólks án þess að þurfa á klósettið eftir 5 mín,hvernig það VAR að vera með brjóstakrabbamein, hvernig mennirnir þeirra dóu, hvað unga fólkið klæðir sig alltaf illa (me included, var í ballerinas og engum sokkum!! þær eru ekki að gera sér grein fyrir því hvaðan ég er)

ég sit og hlæ innra með mér,en í dag varð ég hneyksluð.
ég þurfti nebbl að taka gunna minn með, hann átti að sofa, en vildi það að sjálfsögðu ekki....ég var með kerru, en hafði gleymt að setja á hana stöngina svo hann kæmist ekki upp úr...ég kippti drengnum með mér út í bíl til að sækja hana meðan kallurnar slúðruðu...

þegar ég kem úr bílnum, sé ég hvar ein af kellunum stendur á gangstéttinni, leitandi, alveg með skeifu og allt...frekar undarleg á svipinn...hún sér mig og segir:
" svala, þú þarft ekkert að geyma barnið í bílnum á meðan á námskeiðinu stendur, hann má alveg vera inni!!!"

jidúddamía hvað ég varð hneyksluð og reið!! að þeim skyldi detta þetta í hug!! kom niður til þeirra aftur og þær alveg...hann má alveg vera með í dag!

JESUS....ég var svo hneyksluð að ég gat ekki sagt neitt...bara að ég ætlaði ekkert að setja hann út í bíl, bara sækja stöngina...sýndist samt á þeim að þær tryðu mér ekki alveg....

2 ummæli:

Katrín Magnús sagði...

hahha.. gömlu gömlu.
Mér finnst fyndið að þú skulir hafa verið svona bilað hneyksluð en það er samt mjög skiljanlegt.

Nafnlaus sagði...

ohh pirrandi kjellur, hver myndi skilja barnið eftir út í bíl. En þær eru nú svolítið krúttlegar, held að þú hristir aðeins upp í hópnum Svala mín.

knús
Margrét Lára