sunnudagur, október 30, 2011

Af hamingju... er það ekki mesta lukka í heimi þegar maður fattar að upplifa það og njóta þess að vera hamingjusamur á meðan á ástandinu stendur?? myndi halda það. Er blizzfully happy hér í Heidelberg með nýju heilbrigðu princessuna mína og allt liðið, var ULTRAMEGA happy að hafa Hulduna mína hér í síðustu viku, en hún stoppaði því miður stutt....þýðir ekki að svekkja sig á því.. Það er engu líkt að eignast heilbrigt barn,sérstaklega eftir að hafa prófað hitt...fyrir 5 árum rúmlega vorum við með Birtuna á gjörgæslu, fengum að hitta hana nokkra tíma á dag og var sagt að kannski myndi hún ekki lifa lengi... það var ömurðin ein, svo að fá að upplifa hitt er unaðurinn eini, margfaldað í x-ta veldi miðað við það að eignast heilbrigt barn og hafa ekki upplifað þetta leiðinlega....svo það er ekki lítið sem maður er glaður hérna") knus og love

Engin ummæli: