mánudagur, október 08, 2012
laaaangt síðan ég bloggaði síðast, má ekkert vera að þessu, en það er bara svo ógeð gaman að eiga þetta til, svo maður geti lesið seinna og munað betur eftir öllu sem maður er nú búin að vera að brasa...
jæja, loksins flutt til France og alveg að verða búin að koma okkur öllum hér fyrir...reyndar ekki sjálfri mér, vantar gym og frönskukennslu, EN kennslan byrjar á morgun og nýtt Gym að opna hér e 5 vikur...
Skil ekkert í því sem maður hefur heyrt um frakkana, að þeir séu dónalegir, tali bara við mann á frönsku og nenni ekkert að reyna að skilja mann ef maður talar ekki fullkomlega osfrv. Mér finnst þetta fólk unaðslegt, allir reyna að skilja mann, leyfa manni að reyna að tjá sig og margir segja svo að lokum, "I can speak English, if you prefer"....svo parkera þeir á hringtorgum, stoppa bara úti á miðri götu fyrir utan þann stað sem þeir þurfa að heimsækja, parkera ALLS staðar, nema á gangbrautum, og enginn að reyna að leiðrétta mann eða skamma (halló danskere og deutscharar)...hve lengi ég hef þráð þetta mentalitet!! Fer óhrædd inn í París og keyri eins og ekkert sé(mjög montin,jamm), meira að segja á eitt af hringtorgum dauðans á Place de la Concorde..voilá, no prob")
elska þetta, þarf bara að fara að læra frönsku betur, ætla að massa þetta tungumál sem er fegurra flestum öðrum, get ekki beðið. Unaður að flytja loksins í land þar sem maður þráir að aðlagast landi og þjóð og læra tungumálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli