Já maður situr ekki beint auðum höndum hérna í París, sérstaklega ekki þegar maður fær tryllt hressan Dansker í heimsókn. Við Karina vinkona skelltum okkur á cocktail og gay bar rölt á miðvikudaginn og oh my, hvað það er margt hægt að gera/sjá/drekka skemmtilegt hér í borg. Við byrjuðum á mega snobb bar, sem hún hafði einu sinni skrifað um sem blaðakona, Hotel Plaza Athenee, þar kostar drykkurinn amk 23 evrur, fengum okkur 2 góða cocktaila þar (hún reddaði að sjálfsögðu frítt, haha var að skrifa grein um staðinn...aftur..hehe ) Þaðan fórum við á annan bar sem við höfðum séð mælt með í dönsku blaði, sá heitir CANDELARIA, og er í Marais, bæði er þar hægt að narta í smá nachos og mega áhugaverða kokkteila. Okkur leist reyndar ekkert sérstakelga á þetta í fyrstu, þar sem við sáum bara shabby barborð og fólk að borða nachos, en svo þegar við ætluðum inn á wc, kom í ljós þessi eðal kósí bar, sjá hér að neðan, þar sem þjónarnir töfruðu fram undarlega skemmtilega kokkteila, mjög sterka og góða.
Vinkona mín vildi endilega fara á gay bar í lokin og fórum við aðeins neðar í Mýrina á RAIDD, gay bar, sem hleypir kellum inn einhver kvöld, ekki öll þó, en við vorum heppnar. Það var "shower night" og stóð þar eðal karlmenni uppi á vegg og fór í sturtu öllum viðstöddum til mikillar ánægju, unaðurinn sem það er að fara á gay bar fyrir giftar konur, maður er algerlega laus við daður karlpunga:)
Næst á dagskrá hjá mér er svo að skoða þessa 2, sem local frakki mælti með, Little red DOOR, og le beef club, hlakka til!










Engin ummæli:
Skrifa ummæli